Fréttir
Hörður: Erum ekki langt á eftir
Við tókum stutt spjall við Hörð Finnbogason úti í Sochi en Hörður er annar af tveimur aðstoðarþjálfurum Íslands á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem nú stendur yfir:
Heimamenn í fantaformi
Heimamenn í Rússlandi hafa farið vel af stað á Vetrarólympíumóti fatlaðra og tróna langefstir á toppi verðlunatöflunnar. Rússar hafa til þessa á fyrstu þremur keppnisdögunum unnið til 24 verðlauna og þar af eru 7 gullverðlaun.Úkraínumenn og Bandaríkjamenn eru saman í...
Lyftuspjall með Ernu og Jóhanni
Þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson stunda þessa dagana æfingar í Sochi en senn líður að keppni. Hörður Finnbogason annar tveggja aðstoðarþjálfara í ferðinni tók stutt „lyftuspjall“ við Ernu og Jóhann á æfingu í gær:
Erna verður fánaberi Íslands í kvöld
Opnunarhátíð Vetrarólympíumóts fatlaðra fer fram í kvöld í Sochi. Hátíðin hefst kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður sýnt frá hátíðinni í beinni útsendingu hjá RÚV. Erna Friðriksdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld. Þetta er...
Vetrarólympíumótið sett í Sochi
Vetrarólympíumót fatlaðra er hafið í Sochi. Mikilfengleg opnunarhátíð mótsins fór fram í kvöld þar sem Erna Friðriksdóttir, Skíðafélaginu Stafdal og NSCD Winter Park, var fánaberi Íslands í kvöld.Heimamenn í Rússlandi buðu upp á íburðarmikla opnunarhátíð sem náði hápunkti þegar íþróttahetjur...
Opnunarhátíðin á morgun - „Fyrsta æfingin góð“
Á morgun fer fram opnunarhátíð Vetrarólympíumóts fatlaðra í Sochi. Ísland verður það sextánda í röðinni af þjóðunum sem ganga munu inn á Ólympíumótsleikvanginn í innmarseringu keppnislandanna. Opnunarhátíðin hefst kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður...
Íslenski hópurinn boðinn velkominn til Sochi
Í morgun fór fram „Team Welcome Ceremony“ í fjallaþorpi Ólympíumótsins í Sochi þar sem íslenski hópurinn var boðinn velkominn á leikana. Þjóðsöngur Íslands var leikinn við athöfnina á meðan íslenski fáninn var dreginn að húni.Keppendurnir Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór...
Ráðherra fer ekki til Sotsjí
Eftirfarandi tilkynning birtist á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í dag:„Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra komu til Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum en keppnisdagar þeirra eru 13. og 16. mars. Hugur minn er hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt...
Vegna Ólympíumóts fatlaðra í Sochi
Vegna þess ástands sem nú ríkir á Krímskaga vill Íþróttasamband fatlaðra koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu frá Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra – IPC. Þar segir að IPC ásamt framkvæmdanefnd Vetrarólympímóts fatlaðra, sem fram fer í Sochi 7. – 16. mars n.k., fylgist...
Sochi: 3 dagar til stefnu
Í dag eru 3 dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Sir Philip Craven forseti Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) lenti í Sochi eldsnemma í morgun. Þetta verður í fjórða og síðasta sinn sem Craven verður forseti IPC...
Sochi: 4 dagar til stefnu
Hluti íslenska hópsins er nú kominn til Sochi þar sem vetrarólympíumót fatlaðra verður sett þann 7. mars næstkomandi með mikilli opnunarhátíð sem jafnan nær hápunkti með inngöngu íþróttamanna á Ólympíuleikvanginum. Íslenski fáninn blakti við hún í Costal Ólympíumótsþorpinu í morgun...
Sochi: 5 dagar til stefnu
Í dag eru fimm dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Hluti af íslenska hópnum lagði af stað í morgun áleiðis til Sochi og verður kominn þangað eldsnemma á morgun. Þau Hörður Finnbogason og Lilja Sólrún...
Sochi: 6 dagar til stefnu
Í dag eru sex dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) greinir frá því í dag að Ólympíumótsþorpin séu nú klár og reiðubúin til þess að taka á móti keppendum á mótinu. Íslenska...
Sochi: 7 dagar til stefnu
Eftir akkúrat eina viku fer setningarhátíð Vetrarólympíumóts fatlaðra í Sochi fram. Föstudaginn 7. mars munu íslensku keppendurnir, Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson, ásamt þjálfurum sínum ganga inn á Ólympíuleikvanginn.Íslenski hópurinn sem búa mun í Mountain Village Ólympíumótsþorpinu er eftirfarandi:Erna...
Sochi: 8 dagar til stefnu
Í dag eru átta dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Í gær boðað Íþróttasamband fatlaðra til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlum gafst færi á að ræða við Ernu Friðriksdóttur og Jóhann Þór Hólmgrímsson, keppendur Íslandsi í...
Sochi: 9 dagar til stefnu
Í dag eru 9 dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Íslenski hópurinn heldur utan í tveimur hollum, það fyrsta heldur af stað 2. mars næstkomandi en keppendurnir Jóhann Þór Hólmgrímsson og Erna Friðriksdóttir leggja af...
Sochi: 10 dagar til stefnu
Í dag eru 10 dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra hefur nú gefið út nýtt tölublað af Paralympian og er stór hluti útgáfunnar tileinkaður Vetrarólympíumótinu í Sochi. Nýjustu útgáfuna af Paralympian má nálgast...
Sochi: 11 dagar til stefnu
Í dag eru 11 dagar þangað til Ólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Eins og áður hefur komið fram á Ísland tvo keppendur á mótinu en þau eru Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson.Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra verður með mótið...
Matthildur með nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi
Frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, setti á dögunum nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi í flokki T37 er hún kom í mark á tímanum 9,57 sek. Bætt Matthildur þar með rúmlega eins árs gamalt Íslandsmet sitt sem var 9,61 sek. en...
Lágmörk vegna Evrópumeistaramóta í sundi og frjálsum íþróttum 2014
Ólympíu- og afrekssvið ÍF hefur samþykkt tillögu íþróttanefnda og landsliðsþjálfa ÍF um að til þess að öðlast þátttökurétt á Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi og frjálsum íþróttum þurfi einstaklingur að vera í B-hóp samkvæmt Afreksstefnu ÍF 2012 - 2020. Viðmið þessi gilda...