Fréttir

René fer um Bitrufjörð í dag

Ofurmaðurinn René Kujan fer um Bitrufjörð í dag og endar við Kollafjörð á hlaupi sínu yfir Ísland til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og Endurhæfingarstöð Grensás. Hann lagði af stað frá Gerpi og lýkur hlaupinu að Bjargtöngum. René ætti að vera orðinn...

Keppendur Íslands á EM fatlaðra í frjálsum

Ísland mun eiga þrjá fulltrúa á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum þetta sumarið en mótið fer fram í Swansea í Wales. Keppendur Íslands verða Helgi Sveinsson, Ármann, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR og Arnar Helgi Lárusson, Nes. Helgi er ríkjandi heimsmeistari í...

Tvö Íslandsmet komin í Berlín

Þrjár íslenskar frjálsíþróttakonur eru nú staddar á opna þýska meistaramótinu í Berlín í frjálsum fatlaðra. Gærdagurinn hafði tvö ný Íslandsmet í för með sér en Hulda Sigurjónsdóttir, Suðri, setti þá nýtt Íslandsmet í kringlukasti í flokki 20 er hún kastaði...

Í minningu Ólafs E. Rafnssonar

Í gær var liðið eitt ár frá fráfalli Ólafs E. Rafnssonar fyrrum forseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem og forseta FIBA Europe. Framkvæmdastjórn ÍSÍ og starfsfólk lagði blómsveig á leiði hans í gær af þessu tilefni. Okkur hjá Íþróttasambandi fatlaðra er...

Sumarbúðir ÍF komnar á Facebook

Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni hefjast í dag. Heimasíða búðanna er http://sumarbudirif.is en nú er einnig komin í loftið Facebook-síða fyrir búðirnar og má skoða hana hér.

Þrjár á opna þýska

Opna þýska meistaramótið í frjálsum fatlaðra hefst á morgun, föstudag. Þrjár íslenskar frjálsíþróttakonur eru mættar út til Berlínar til að taka þátt. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, mun keppa á mótinu sem og þær Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, og Ingeborg Eide Garðarsdóttir,...

Tilþrifamyndband frá Sochi

Nú þremur mánuðum eftir að Vetrarólympíumóti fatlaðra lauk í Sochi í Rússlandi hefur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) gefið út þriggja mínútna langt myndband um leikana.Um er að ræða þriggja mínútna stuttmynd af öllu því helsta sem fram fór í Sochi en...

René farinn af stað - Ofurmaðurinn

HLAUPIÐ KRINGUM ÍSLAND OG YFIR ÍSLAND TIL STUÐNINGS ÍF OG GRENSÁS   Ofurhlauparinn René Kujan mun hlaupa yfir Ísland til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og Endurhæfingarstöð Grensás. Þetta “íslenska” verkefni hans hófst árið 2012 þegar hann hljóp aleinn kringum Ísland; 30 maraþon á 30 dögum. Árið 2013 hljóp...

Ásta Katrín orðin ITO

Ásta Katrín Helgadóttir lauk á dögunum prófi sem IPC Athletics National Technical Official á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC). Ásta Katrín er fyrst Íslendinga til að ljúka þessu námskeiði hjá IPC en það gefur henni réttindi til að hafa yfirumsjón...

Ísland sendir fjóra sundmenn á EM í Eindhoven

Íþróttasamband fatlaðra hefur valið fjóra sundmenn sem keppa munu fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í ágústmánuði. Mótið fer fram í Eindhoven í Hollandi dagana 4.-10. ágúst næstkomandi. Ísland sendir einn karl og þrjár konur á mótið.Íslenski hópurinn...

Myndasafn frá bikarmótinu

Fjörður varð bikarmeistari í sundi um síðustu helgi og það sjöunda árið í röð. Hér má nálgast myndasafn frá bikarkeppninni.Fylgist einnig með ÍF á Instagram - npciceland

Jón stórbætti Íslandsmetið í 400m fjórsundi

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, er nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann var við æfingabúðir og keppni en um mánaðarmótin tók hann þátt í Danish International Swim Cup. Jón stórbætti þar metið sitt í 400m. fjórsundi í 25m. laug...

Fjörður bikarmeistari 2014 - Íslandsmet í blíðunni

Íslandsmót ÍF í frjálsum og bikarmót ÍF í sundi fóru fram laugardaginn 7. júní síðastliðinn. Frjálsíþróttamótið fór fram í blíðskaparviðri á Laugardalsvelli þar sem nokkur Íslandsmet litu dagsins ljós. Þá varð Fjörður bikarmeistari í sundi sjöunda árið í röð! Stefanía...

Formaður í 24 ár

Jósep Sigurjónsson lét af formennsku hjá Akri á aðalfundi Akurs þann 21.maí síðastliðinn. Nýr formaður var kjörinn Vigfús Jóhannesson. Jósep hefur verið formaður Akurs frá árinu 1990 eða í alls 24 ár og hefur skapað sér mikla virðingu innan íþróttahreyfingar...

Bikar og Íslandsmót um helgina

Íslandsmót ÍF í frjálsum og bikarmót ÍF í sundi fara fram næsta laugardag, 7. júní en Íslandsmótð í frjálsum fer fram á Laugardalsvelli og bikarmótið í sundi fer fram í Kópavogslaug. Keppni á Íslandsmótinu í frjálsum hefst kl. 13:00 en...

Hulda bætti metið um einn sentimeter

Þrír frjálsíþróttamenn tóku þátt á opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um síðustu helgi. Þau Helgi Sveinsson, Ármann, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir ÍFR, og Hulda Sigurjónsdóttir, Suðri, voru öll við sinn besta árangur en það var Hulda sem kom heim með...

Ösp sigursæl á Íslandsleikunum

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram á KR-vellinum um síðustu helgi. Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í knattspyrnu sá um upphitun og í mótslok sá landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback um verðlaunaafhendinguna.Þrátt fyrir rigningarsudda létu keppendur ekki deigan síga, Ösp hafði sigur...

Arnar kvaddi Sviss með Íslandsmeti í maraþoni

Arnar Helgi Lárusson er væntanlegur heim til Íslands á næstu dögum en hann hefur mest allan maímánuð verið staddur úti í Sviss við æfingar og keppni. Í gær, sunnudag, tók Arnar Helgi þátt í sínu fyrsta hjólastólamaraþoni á alþjóðlegu móti...

Inclusive Skating mótið tímamótaviðburður

23. – 25. maí var haldið skautamót í Skautahöllinni í Laugardal undir merkjum Inclusive Skating. Framkvæmdaaðilar voru Íþróttasamband fatlaðra og skautadeild Aspar í samvinnu við Inclusive Skating samtökin, Special Olympics á Íslandi og með stuðningi Skautasambands Íslands. Ísland hefur tekið...

Íslandsleikarnir í knattspyrnu á morgun

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fara fram á KR velli á morgun, sunnudaginn 25. maí, en leikarnir eru frá 12-14 á KR-vellinum í Reykjavík. Keppt verður í 7 manna blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra skv. reglum Unified football. Liðin eru...