Fréttir
Arnar tók bronsið í Swansea
Arnar Helgi Lárusson tók í kvöld við bronsverðlaunum í flokki T53 á Evrópumeistaramótinu í Swansea. Í braut kom Arnar fimmti í mark við erfiðar aðstæður, talsverða rigningu og mótvind, en þegar öll kurl voru komin til grafar höfðu ítalskur og...
Morgunstund gefur „gull“ í mund
Það er ekki oft sem skært og glansandi gull bíður við endann á þessu gamla og góða orðatiltæki en í morgun reyndist svo vera þegar íslenski hópurinn dreif sig á fætur í Swansea til þess að sjá Helga Sveinsson taka...
Arnar Helgi hefur keppni í dag
Arnar Helgi Lárusson, Nes, hefur keppni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum í dag þegar hann keppir í 100m hjólastólakappakstri. Keppnin hjá Arnari hefst kl. 16:21 að staðartíma eða kl. 15:21 að íslenskum tíma en Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) er með mótið...
Arnar fimmti skammt frá sínu besta
Arnar Helgi Lárusson varð áðan fimmti í 100m hjólastólakappakstri í flokki T53 á Evrópumeistaramóti fatalaðra í Swansea. Arnar kom í mark á tímanum 18,86 sek. en Íslandsmet hans í greininni er 18,65 sek. Sigurvegarinn var Bretinn Mickey Bushell á 15,58...
Helgi Evrópumeistari!
Helgi Sveinsson, Ármann, er Evrópumeistari í spjótkasti í flokki F42 en hann var rétt í þessu að hafa sigur í greininni á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem nú fer fram í Swansea. Lengsta kast Helga reyndist 50,74 metrar og dugði það til...
EM fatlaðra sett í Swansea
Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum var sett í Swansea í kvöld. Helgi Sveinsson, Ármann, var fánaberi íslenska hópsins við setningarathöfnina en Helgi keppir í spjótkasti. Strax í fyrramálið hefst keppnin en seinni partinn á morgun ríður Helgi á vaðið fyrir...
EM í frjálsum 18.-23. ágúst næstkomandi
Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Swansea í Wales dagana 18.-23. ágúst næstkomandi. Ísland sendir þrjá keppendur á mótið en þeir eru Helgi Sveinsson, Ármann, Arnar Helgi Lárusson, Nes og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR.Hópurinn heldur áleiðis til Wales...
Íslenski hópurinn leystur út með blómum í Leifsstöð
Íslenski sundhópurinn sem keppti á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven kom heim í gær, mánudaginn 11. ágúst. Með í farteskinu voru Evrópumeistaratitill Jóns Margeirs Sverrissonar, bronsverðlaun Thelmu Bjargar Björnsdóttur og fjöldi Íslandsmeta. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Þórður Árni Hjaltested...
Jón Margeir sjötti í fjórsundinu
Ísland hefur nú lokið þátttöku sinni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven í Hollandi. Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, átti síðasta sund íslensku sveitarinnar er hann varð sjötti í 200m fjórsundi. Jón kom í bakkann á 2:22,38 mín. sem er nokkuð fjarri...
Jón Margeir Evrópumeistari á nýju Evrópumeti!
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, er Evrópumeistari í 200m skriðsundi S14 karla á nýju og glæsilegu Evrópumeti en hann var enda við að landa sigrinum í Eindhoven. Jón kom í bakkann á 1:58,60mín. sem er vitaskuld nýtt Íslandsmet sem og Evrópumet....
Thelma fimmta á nýju Íslandsmeti
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, hefur nú lokið keppni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Eindhoven en áðan hafnaði hún í 5. sæti í úrslitum í 100m skriðsundi á nýju Íslandsmeti sem var 1:24,09 mín. Glæsilegt mót að baki hjá Thelmu...
Thelma í 6. sæti með tvö ný Íslandsmet
Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði í dag í 6. sæti í 200m fjórsundi á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Eindhoven í Hollandi. Árangurinn lætur ekki á sér standa hjá Thelmu sem vart dýfir tá í laugina án þess að...
Tvö ný Íslandsmet í undanrásum morgunsins
Allir fjórir íslensku sundmennirnir tóku þátt í undanrásum í morgun á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fer í Eindhoven í Hollandi. Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, og Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH, settu báðar ný Íslandsmet.Thelma Björg Björnsdóttir komst í úrslit...
Jón, Thelma og Kolbrún öll með Íslandsmet í úrslitum
Þriðja keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra er nú lokið hjá íslenska hópnum. Þrír af fjórum sundmönnum Íslands tóku þátt í úrslitum í dag og settu þeir allir ný Íslandsmet í sínum greinum. Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, reið á vaðið í 50m...
Brons og tæplega 9 sekúndna bæting hjá Thelmu
Fyrsta keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaða í sundi er lokið þar sem Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, landaði bronsverðlaunum í 400m skriðsundi í flokki S6 (hreyfihamlaðir). Thelma kom í bakkann á 6:03,67 mín. Thelma hafnaði í 3. sæti á eftir hinni úkraínsku...
Thelma fimmta í flugi og sjöunda í bringu
Öðrum keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi er að ljúka og var Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, rétt í þessu að klára daginn fyrir Ísland. Thelma var eini Íslendingurinn sem keppti í dag en hún bætti naumlega Íslandsmetið sitt í 50m...
Elín Fanney sigurvegari á minningarmóti Harðar
Hið árlega minningarmót Harðar Barðdal var haldið á púttvellinum við Hraunkot, mánudaginn 21. júlí sl. Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið en það eru GSFÍ ( Golfsamtök fatlaðra) sem standa fyrir mótinu með það að markmiði að...
Að loknu hlaupi René Kujan - Styrktaruppboð á treyjum árituðum af heimsmethöfum
Hlauparinn René Kujan er haldinn heim á leið, alsæll eftir enn eitt ofurhlaup sitt til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) og Hollvinum Grensásdeildar (HG). Hlaupinu lauk hann við Látrabjarg 8. júlí sl. en þá hafði hann hlaupið þvert yfir Ísland þar...
EM í Hollandi í beinni á netinu
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi verður í beinni netútsendingu hjá Paralympicsport.tv en mótið fer fram dagana 4.-10. ágúst næstkomandi. Gert er ráð fyrir að næstum 400 sundmenn frá um 40 þjóðlöndum á mótinu sem fram fer í Pieter van den Hoogenband...
Starfsmenn Össurar hlaupa fyrir ÍF í Reykjavíkurmaraþoninu
Hvert ár hlaupa starfsmenn Össurar í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og verður maraþonið í ár engin undantekning. Með hverjum kílómetra sem hlaupinn er rennur upphæð til styrktar starfsemi ÍF.Hlaupahópur Össurar er skráður inni á www.hlaupastyrkur.is og þar er hægt...