Fréttir
Fjörug helgi framundan
Um helgina fara fram Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum innanhúss og í sundi. Keppni í frjálsum fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en keppni í sundi fer fram í Laugardalslaug. Í frjálsum er aðeins keppt á laugardag, 5. apríl, en...
Sumarbúðir ÍF 2014
Sumarbúðir ÍF á Laugarvatni 2014 fara fram dagana 20.-27. júni og svo 27. júní-4. júlí næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar inni á www.sumarbudirif.is eins með því að smella hér á kynningarbækling Sumarbúðanna þar...
Ætlar að reyna að ná heimsmetinu í sumar
Helgi Sveinsson er heimsmeistari fatlaðra í spjótkasti og hann ætlar sér Ólympíugull á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í Brasilíu árið 2016 og hef sett stefnuna á heimsmet á þessu ári. Guðjón Guðmundsson spjallaði við kappann í kvöldfréttum Stöðvar tvö í...
Víðarr gefur öll verðlaun á Íslandsmótinu
Lionsklúbburinn Víðarr hefur um árabil gefið öll verðlaun til Íslandsmóta ÍF og í ár var engin undantekning þar á. Nýlega veitti Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, viðtöku gjafabréfi að upphæð kr. 300 þúsund til kaupa á verðlaunapeningum en alls veitti klúbburinn...
Norðurlandamót fatlaðra í boccia – val keppenda
Norðurlandamóti fatlaðra í boccia verður haldið í Varberg í Svíþjóð dagana 9. til 12. maí 2014. Mótin, sem haldin eru annað hvert ár, fara fram til skiptis á Norðulöndunum en síðasta mót sem haldið var árið 2012 fór fram hér...
Íþróttasamband fatlaðra hjálpaði mér að komast lengra
Ég heiti Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir og er í tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands.Ég hóf nám í diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun árið 2009 og útskrifaðist árið 2011. Með hörku fékk ég svo að halda áfram í tómstundafræði,Ég er líklega...
Myndbönd frá íslensku keppendunum í Sochi
Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra er með öfluga rás á Youtube en þar inni má nú finna allar keppnirnar hjá þeim Jóhanni Þór Hólmgrímssyni og Ernu Friðriksdóttur í Sochi. Smellið hér til að skoða allar keppnir Íslands í Sochi 2014
Aníta með nýtt Íslandsmet í 800m. skriðsundi
Sundkonan Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik, setti um helgina nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 800m. skriðsundi á Actavismótinu í Hafnarfirði. Aníta Ósk keppir í flokki S14, flokki þroskahamlaðra, og bætti met Kolbrúnar Öldu Stefánsdóttur sem staðið hafði síðan í febrúar 2012. Aníta...
Gáfu Bláa Lóninu áritað skilti
Vetrarólympíumótsfararnir þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson komu heim til Íslands eftir útgerðina í Sochi síðastliðinn mánudag. Á þriðjudag bauð Bláa Lónið þátttakendum í mótinu til hádegisverðar á veitingastaðnum Lava í Bláa Lóninu en Bláa Lónið er einn af...
Íslandsmót ÍF í sundi og frjálsum
Sund Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi verður haldið helgina 5. – 6. apríl í Laugardalslaug. Mótið hefst á laugardaginn 5. apríl með upphitun kl. 12.00 og keppni hefst kl. 13.00 Sunnudaginn 6. apríl hefst upphitun kl. 09.00 og keppni hefst kl. 10.00....
Ólympíumótsförum vel fagnað við heimkomuna
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, fulltrúar frá Íþróttasambandi fatlaðra og Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, aðstandendur og vinir, tóku fagnandi á móti Ernu Friðriksdóttur og Jóhanni Þór Hólmgrímssyni keppendum á Vetrarólympíumóti fatlaðra við heimkomu þeirra frá Sochi.Erna og Jóhann tóku við...
Lokadagurinn runninn upp
Þá er komið að síðasta keppnisdeginum hér á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Erna Friðriksdóttir lokar mótinu fyrir Íslands hönd er hún keppir í stórsvigi á eftir. Stórsvigskeppni kvenna hefst kl. 09:30 að staðartíma eða kl. 05:30 að íslenskum tíma. Stórsvigskeppnin...
Keppni lokið á Vetrarólympíumótinu - Erna níunda
Keppni í alpagreinum er lokið á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Keppni í stórsvigi í flokki sitjandi kvenna var að ljúka þar sem Erna Friðriksdóttir hafnaði í 9. sæti á samanlögðum tíma, 3:31,19 mín. Þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson...
Jóhann keppir í stórsvigi í dag
Jóhann Þór Hólmgrímsson keppir í stórsvigi í dag á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Þetta er síðasta grein Jóhanns á mótinu en hann hefur þegar keppt í svigi þar sem honum tókst ekki að komast í síðari ferð keppninnar eftir að...
Mjög góð reynsla - Jóhann hefur lokið keppni
„Þetta var mjög góð reynsla og frábært að fá þetta tækifæri,“ sagði Jóhann Þór Hólmgrímsson áðan en hann hefur nú lokið þátttöku sinni í Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Jóhann keppti í svigi og stórsvigi og ætlar sér enn ofar á...
Jóhann keppir í svigi í dag
Annar keppnisdagur íslenska hópsins er runninn upp á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi í Rússlandi. Nú er röðin komin að Jóhanni Þór Hólmgrímssyni að spreyta sig í svigi. Jóhann, líkt og Erna Friðriksdóttir, keppir í sitjandi flokki en 41 skíðamaður er...
Jóhann úr leik í svigi
Jóhann Þór Hólmgrímsson er úr leik í svigi í sitjandi flokki karla en honum tókst ekki að ljúka fyrri ferð á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Alls þrettán skíðamenn mættu ekki til keppni eða féllu úr leik eins og Jóhann í...
Erna fyrst íslenskra kvenna til að ljúka keppni
Erna Friðriksdóttir varð í dag fyrst íslenskra kvenna til þess að ljúka keppni í alpagreinum á vetrarólympíumóti fatlaðra þegar hún hafnaði í níunda sæti í svigkeppni sitjandi kvenna í Sochi. Hin þýska Anna-Lena Forster hafði sigur á samanlögðum tíma 2:14.35...
Sir Philip Craven heillaður af Norrænu samvinnunni
Í gærkvöldi efndu Svíar til samkomu í Sochi og buðu m.a. Sir Philip Craven forseta Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra. Fulltrúar Íslands við samkomuna voru þeir Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs ÍF ásamt eiginkonu sinni Guðbjörgu Hafsteinsdóttur, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF...
Breytt dagskrá - Erna keppir á morgun
Skjótt skipast veður í lofti en nú hefur verið gerð breyting á keppnisdagskránni hjá Ernu Friðriksdóttur. Upphaflega átti hún að keppa fyrst í svigi þann 14. mars næstkomandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi en vegna veðurs hefur keppnin í svigi...