Fréttir

Starfsmenn Össurar hlupu um 1200 kílómetra til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra

                          Tæplega 100 Össurar starfsmenn skráðu sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþon 2011 sem telst metþátttaka innan fyrirtækisins.  Tveir starfsmenn þreyttu heilt maraþon eða 42 km, 15 starfsmenn tóku þátt í hálfmaraþoni, 57 í 10 km, 31 í skemmtiskokki og fjöldamargir hlupu...

Pistorius komst í undanúrslit á HM

Oscar Pistorius frá Suður-Afríku, fyrsti frjálsíþróttamaðurinn án útlims sem keppir á heimsmeistaramóti, komst um helgina í undanúrslit í 400 metra hlaupi karla á HM í Daegu í Suður-Kóreu. Þetta kom fram hjá www.mbl.is um helgina. Pistorius, sem er með gervifætur frá...

Eitt ár þar til Ólympíumót fatlaðra verður sett

Nú í dag er eitt ár þar til Ólympíumót fatlaðra verður sett, en mótið fer fram í London 29. ágúst til 9. september 2012. Ein verðlaun eru markmið Íþróttasambands fatlaðra að þessu sinni - raunhæft markmið miðað við þá miklu...

Trail-O rathlaup á sunnudag

Rathlaupsfélagið Hekla fær hingað til lands einn fremsta sérfræðing heims í rathlaupi fatlaðra (Trail-O) um helgina. Owe Fredholm og kona hans Eva hafa unnið að þróun og framgöngu Trail-O undanfarin 20 ár. Owe hefur setið í Trail-O nefnd alþjóða rathlaupssambandsins...

Námskeið í Reykjavík um íþróttaþjálfun fatlaðra barna

Helgina 16. – 18. september verður haldið námskeið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal  um íþróttaþjálfun fatlaðra barna. Námskeiðið er fyrir þá sem starfa eða vilja starfa að íþróttaþjálfun fatlaðra barna.  Ætlast er til að þátttakendur  hafi reynslu af íþróttaþjálfun eða kennslu. Þetta...

Ofurkonan Amy hleypur með Össuri til styrktar ÍF

Össur, einn stærsti styrktar- og samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra, teflir fram ofurkonunni Amy Palmieru-Winters í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en Amy kemur frá Bandaríkjunum og mun hlaupa tvöfalt maraþon á fæti frá Össuri! Alls mun Össur hlaupa 1200 km. til styrktar ÍF þetta...

Íslandsleikar SO í frjálsum og knattspyrnu 18. september

                          Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum fara fram sunnudaginn 18. september 2011. Knattspyrnumótið fer fram í samstarfi við KSÍ og knattspyrnufélagið Víking. Dagskrá sunnudaginn 18. september kl. 10.00 – 13.00: Frjálsar íþróttir - Frjálsíþróttahöllin í Laugardal kl. 13.30 – 16.00:...

Íslenska Gámafélagið til liðs við Jóhann

Í vikunni tók borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson við myndarlegum styrk frá Íslenska gámafélaginu upp á 100.000 krónur. Það var Gísli Jóhannsson hjá félaginu sem veitti Jóhanni styrkinn og hann hvetur önnur fyrirtæki til að styðja Jóhann í baráttu sinni fyrir...

Sundárið hefst í dag: Hver einasta æfing skiptir máli

Í dag hefst sundárið hjá Sundnefnd Íþróttasambands fatlaðra. Verkefnin eru ærin enda Ólympíumót fatlaðra í London framundan sem og mörg önnur stór og sterk mót. Þar sem sundárið er að hefjast var ekki úr vegi að ræða stuttlega við Inga...

Engin lágmörk á MÍ: Helgi með nýtt Íslandsmet í 100m. hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi síðla júlímánaðar þar sem nokkrir keppendur úr röðum fatlaðra freistuðu þess að vinna sér sæti á Ólympíumóti fatlaðra í London. Svo fór að engum tókst að ná lágmörkum þar sem vindur...

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

28. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 20. ágúst n.k. Skráning fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons www.marathon.is og líkt og áður geta þátttakendur hlaupið til góðs og safnað áheitum fyrir góðgerðar og líknarfélög. Þannig velur hlauparinn sér góðgerðarfélag til að safna áheitum...

Íslenski hópurinn hæstánægður með aðstæðurnar ytra

Sól og íþróttir í brennidepli og íslenski hópurinn á Norræna barna- og unglingamótinu í Finnlandi hefur ekki slegið slöku við ytra. Í gær fór fram keppni í frjálsum íþróttum þar sem allir íslensku keppendurnir sem skráðir voru í frjálsar unnu...

Norræna barna- og unglingamótið hafið í Finnlandi

Vaskur 19 manna hópur frá Íslandi hélt til Finnlands snemma í gær til þess að taka þátt í Norræna barna- og unglingamótinu. Mótið fer fram í Pajulahti sem er í rétt rúmlega 100 km. fjarlægð frá höfuðborginni Helsinki. Gærdagurinn fór...

Skrifstofa ÍF lokuð í næstu viku vegna sumarleyfa

Skrifstofur Íþróttasambands fatlaðra verða lokaðar í næstu viku frá og með mánudeginum 25. júlí fram til þriðjudagsins 2. ágúst. Sé erindið brýnt er hægt að hafa samband við ÍF á tölvupósti, if@isisport.is

Jóhanna varði titilinn á minningarmóti Harðar Barðdal

Minningarmót Harðar Barðdal í pútti fór fram í Hraunkoti í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. júlí síðastliðinn. Jóhanna Ásgeirsdóttir kom sá og sigraði í flokki fatlaðra og varði þar með titilinn frá árinu 2010 þegar hún varð fyrst til að hafa sigur...

Að loknu EM og verkefnin framundan

Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi lauk í Berlín um síðustu helgi. Jón Margeir Sverrisson, S14, og Eyþór Þrastarson, S11, kepptu fyrir Íslands hönd á mótinu. Árangur þeirra var í samræmi við væntingar, Jón Margeir rétt missti af verðlaunum í 100 m....

EM að ljúka í Berlín

Þátttöku Íslands á EM fatlaðra í sundi lauk í gær þegar Eyþór Þrastarson keppti í 200m. fjórsundi. Eyþór hafnaði í 8. sæti í úrslitum á tímanum 2.55,85mín. Með þessum tíma bætti Eyþór sinn persónulega árangur um tvær sekúndur en Íslandsmetið...

Bronsið rétt rann úr greipum Jóns Margeirs

Félagarnir Eyþór Þrastarson og Jón Margeir Sverrisson eru báðir staddir á EM fatlaðra í sundi í Berlín og voru rétt í þessu að ljúka næstsíðasta keppnisdegi mótsins. Jón Margeir sem keppir í flokki S14, þroskahamlaðra, rétt missti af bronsinu í...

Minningarmót um Hörð Barðdal þriðjudaginn 19. júlí

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi munu standa að púttmóti í minningu Harðar Barðdal þriðjudaginn 19. júlí næstkomandi. Hörður var ötull forvígismaður golfíþróttar fatlaðra á Íslandi og gengdi formennsku hjá GSFÍ til dauðadags. Þá var Hörður á meðal fyrstu afreksíþróttamanna landsins í...

Jón Margeir dæmdur úr leik

Jón Margeir Sverrisson var í morgun dæmdur úr leik í 100m. baksundi í flokki S14 á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Berlín. Heimur íþróttanna getur verið harður í horn að taka og því fékk Jón að kynnast í morgun og...