Fréttir

Jóhann Rúnar íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ

Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður, sem leikur fyrir Nes í Reykjanesbæ, er íþróttamaður Reykjanesbæjar 2010. Kjörinu var lýst í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur á gamlársdag. Jóhann Rúnar hlaut mikið lófatak þegar úrslitin voru gerð opinber. Auk Jóhanns voru bestu íþróttamenn í fimmtán íþróttagreinum í...

Æfingabúðir landsliðs ÍF í sundi og Nýárssundmótið

Áður en kemur að sjálfu Nýárssundmóti ÍF sunnudaginn 9. janúar 2011 mun Sundnefnd ÍF standa að æfingabúðum fyrir landslið ÍF í sundi. Dagskrá æfingabúðanna er sem hér segir: 8. jan: Laugardagsmorgun                        8:15 – 10:15        Bara eldri krakkarnir sem keppa ekki á...

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga 9. janúar 2011

Sunnudaginn 9. janúar 2011 mun Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fara fram í innilauginni í Laugardal. Upphitun hefst kl. 14:00 og sjálf keppnin kl. 15:00. Skráningargögn hafa þegar verið send út til aðildarfélaga ÍF og ber að skila þeim 30....

Erna og Jón Margeir Íþróttafólk ÍF 2010

Erna Friðriksdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í dag útnefnd Íþróttakona og Íþróttamaður Íþróttasambands fatlaðra árið 2010 við hátíðlega athöfn á Radisson SAS Hóteli Sögu. Jón Margeir er 18 ára sundmaður úr Ösp/Fjölni en Erna er 23 ára gömul skíðakona...

Sveinn Áki handhafi Barnamenningarverðlaunanna 2010

Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra hlaut í dag Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2010 fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna. Verðlaunaféð, tvær milljónir króna, verður nýtt til að efla enn frekar starfsemi ÍF. Þá voru í dag veittir...

Skrifstofa ÍF lokuð eftir hádegi í dag

Skrifstofum Íþróttasambands fatlaðra verður lokað frá hádegi í dag vegna útfarar Erlings Þ. Jóhannssonar. Útförin verður frá Bústaðakirkju og hefst kl. 13:00.

Ísland sendi tvo keppendur á fyrstu Evrópuleika SO í lishlaupi á skautum

Fyrstu Evrópuleikar Special Olympics í listhlaupi á skautum voru haldnir í  í Pétursborg í Rússlandi dagana 30. nóvember til 3. desember. Skautafélagið Björninn sendi 2 keppendur ásamt þjálfurum á leikana. Það voru  Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Þórdís Erlingsdóttir sem kepptu...

Erlingur Þ. Jóhannsson fallinn frá

Góður félagi okkar og vinur og einn frumherja íþrótta fatlaðra á Íslandi, Erlingur Þ. Jóhannsson lést laugardaginn 27. nóvember sl. langt um aldur fram.Erlingur, sem var kennari að mennt, starfaði lengst af sem Íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar.  Sem íþróttamaður stundaði Erlingur sund...

Ragney 10. í 50 m skriðsundi

Í gær, sunnudaginn 28. nóvember, lauk Ragney Líf Stefánsdóttur keppni sinni á Evrópumeistaramóti ófatlaðra í 25 m laug með því að keppa í undanrásum í 50 m skriðsundi. Hafnaði Ragney í 10. sæti á tímanum 34.84 sek en best...

Fjölmörg met á ÍM 25 í Laugardal: Thelma setti fimm!

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m. laug lauk í innilauginni í Laugardal í dag. Alls voru 15 Íslandsmet sett á mótinu, sjö í gær og átta í dag á síðari keppnisdegi mótsins þar sem Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR, var...

Sjö Íslandsmet á fyrri keppnisdegi ÍM 25

Fyrri keppnisdagurinn á Íslandsmóti ÍF í sundi í 25m laug fór fram í innilauginni í Laugardal í dag. Alls voru sjö Íslandsmet sett í dag þar sem Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR, setti þrjú met í 50m skriðsundi, 200m skriðsundi og...

Ragney tíunda í 100m skriðsundi

Ragney Líf Stefánsdóttir keppti í 100m skriðsundi á Evrópumeistaramóti ófatlaðra í 25m laug í dag og hafnaði í 10. sæti í undanrásum á tímanum 1:20,36 mín. en hennar besti tími í 100m skriðsundi í 25m laug er 1.18,63mín. Mótið fer...

Félagar í framboði

Einstaklingar sem tengjast Íþróttasambandi fatlaðra koma víða við. Nú hefur Þórður Árni Hjaltested, gjaldkeri stjórnar ÍF og stjórnarmaður til margra ára, tilkynnt framboð sitt til kjörs formanns í Kennarasambandi Íslands. Þar etur hann kappi við Elnu Katrínu Jónsdóttur. Kynningu á...

83 keppendur skráðir á ÍM 25

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í 25m. laug fer fram dagana 27. og 28. nóvember næstkomandi. Mótið verður haldið í innilauginni í Laugardal en 83 keppendur frá níu aðildarfélögum ÍF eru skráðir til leiks. Laugardagur 27. nóvemberUpphitun hefst klukkan 14:00 og mót...

Körfuboltavika Special Olympics: FIBA Europe og Euroleague koma myndarlega að málum

FIBA Europe og meistaradeild Evrópu í körfuknattleik (Euroleague) hafa bæði, á nýjan leik, ákveðið að taka þátt í körfuboltaviku Special Olympics sem verður dagana 27. nóvember til 5. desember næstkomandi. Hugmyndin að körfuboltaviku Special Olympics í Evrópu er að allir...

17 Íslandsmet hjá Jóni í 11 greinum þetta árið

Þrír fatlaðir sundmenn tóku þátt á Íslandsmeistaramóti ófatlaðra í 25m. laug sem fram fór á dögunum. Jón Margeir Sverrisson átti gott mótt þar sem hann bætti Íslandsmetið sitt í 1500 og 800m. skriðsundi. Aðrir sundmenn á mótinu úr röðum fatlaðra...

Vel heppnaðar og vel sóttar æfingabúðir í sundi og frjálsum

Um síðastliðna helgi voru haldnar æfingabúðir í frjálsum íþróttum fatlaðra í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Samhliða þeim var  haldið þjálfaranámskeið. Helgina þar á undan fóru fram æfingabúðir hjá sundlandsliði ÍF. Hópur vaskra íþróttamanna og þjálfara mætti og má með sanni segja að...

Ragney á leið til Hollands: Keppir á EM 25m

Sundkonan Ragney Líf Stefánsdóttir frá Ívari á Ísafirði er á leið til Hollands þar sem hún mun keppa í flokki S10 á Evrópumeistaramóti ófatlaðra í 25m. laug. Ákveðið var að hafa flokk S10 með á mótinu en Ragney mun halda...

Lyfjamisnotkun og íþróttir

Málþing verður haldið þann 23. nóvember 2010 í Háskóla Íslands við Stakkahlíð (salur: Brattur). Málþingið er hluti af námskeiði á vegum 5. árs nema í klínískri lyfjafræði við Háskóla Íslands. Dagskrá málþingsins.