Fréttir

Alþjóðaleikunum lokið í Aþenu

Í gærkvöldi fór fram lokahátíð Alþjóðaleika Special Olympics og var venju samkvæmt mikið um dýrðir. Suður-Kórea tók t.d. við fána Special Olympics á hátíðinni þar sem Vetrarleikar SO fara fram í Kóreu í janúar á næsta ári. Íslenski hópurinn hefur verið...

Þriðja keppnisdegi á EM fatlaðra í sundi lokið

Á þriðja keppnisdegi Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Berlin keppti Eyþór Þrastarson í 400 m skriðsundi í flokki blindra (S11)Hafnaði Eyþór í fimmta sæti á tímanum 5:15.85 mín. sem er hans besti tími í ár.  Eyþór...

Myndasafn: Frá úrslitaleiknum gegn Svartfellingum

Við höfum nú sett inn veglegt myndasafn frá úrslitaleik Íslands og Svartfjallalands í knattspyrnu á Alþjóðaleikum Special Olympics sem lauk í gær í Aþenu í Grikklandi. Íslenska knattspyrnuliðið keppti í 7 manna fótbolta og náði þar í silfurverðlaun, vel gert hjá...

Síðasta verk sundhópsins að landa bronsi

Mikill erill var hjá íslenska sundhópnum á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu og í gær lauk þátttöku Íslands á leikunum þegar sundhópurinn tók þátt í 4x50m. boðsundi karla. Ísland vann til bronsverðlauna í greininni, flottur árangur hjá hópnum sem hafði...

Myndunum rignir inn á www.123.is/if

Látunum linnir ekkert í myndaflóðinu hjá okkur á Special Olympics í Aþenu. Nú þegar lokahátíð leikanna er framundan í kvöld halda myndirnar áfram að streyma. Nú er komið inn nýtt myndasafn, það fimmta í röðinni, á myndasíðu ÍF www.123.is Þetta...

Bocce-hópurinn hefur lokið keppni: Upp og niður í tvíliðaleiknum

Guðmundur Örn Björnsson og Emelía Arnþórsdóttir hafa lokið keppni í Bocce á Alþjóðaleikum Special Olympics. Í gær kepptu Guðmundur og Emelía í tvíliðaleik í bocce og dagurinn hófst brösuglega með 11-6 tapi gegn Bangladesh en næsti leikur parsins fór 12-0! Þriðja...

Daníel með tvö gull í Aþenu

Daníel Vignir Unnarsson vann í dag til tveggja gullverðlauna í lyftingum á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu. Daníel hafði sigur í sínum flokki, 125kg. flokki í samanlögðu og vann því til tvennra gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna. Daníel tók gull í samanlögðu eins...

Myndasafn: Fjórða safnið frá Grikklandi

Fjórða myndasafnið frá Alþjóðaleikum Special Olympics í Grikklandi er nú dottið inn á myndasíðu ÍF á www.123.is/if Að þessu sinni eru það frjálsar íþróttir og sund sem fá að njóta sín en í dag lauk keppni á leikunum og á...

Meira af Hollywood stemmningunni í Grikklandi

Við höldum áfram í ,,sýnishorna-forminu“ frá Hollywood með myndbrotum á Youtube-síðu ÍF. Nú er komið inn annað eldsnöggt myndbrot frá hópnum og von á meiru svo fylgist grannt með hér á ÍF-síðunni. Smellið hér til að sjá nýja myndbandið

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi hafið: Eyþór sjöundi í úrslitum

Keppni er hafin á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Berlín 3. – 10. júlí.  Óhætt er að segja að keppni á mótinu hafi hafist með látum þar sem eitt heimsmet leit dagsins ljós strax í undanrásum.  Metið setti hinn...

Stór dagur í Aþenu: Úrslitastund í fótboltanum

Ísland og Svartfjallaland mætast í dag kl. 13:00 (10:00 Ísl. tími) í úrslitaleik B-riðils í knattspyrnu á Alþjóðaleikum Special Olympics. B-riðill er næststerkasti riðill mótsins en leikið er í 7 manna bolta. Ísland og Svartfjallaland mættust í riðilinum þar sem Svartfellingar...

Gott silfur... gulli betra: Svartfellingar byrjuðu betur

Ísland vann í dag til silfurverðlauna í 7 manna fótbolta á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu í Grikklandi. Ísland og Svartfjallaland mættust í úrslitaleik B-riðils þar sem Svartfellingar fóru með 2-1 sigur af hólmi. Lárus Örn Sigurbjörnsson skoraði mark Íslands...

Dagskrá Íslands á Special Olympics í dag

Nóg verður um að vera hjá íslenska hópnum á Special Olympics í Aþenu í dag, 1. júlí. Guðmundur Björnsson reið á vaðið í morgun í bocce þar sem hann hafði öruggan sigur í fyrsta leik. Elín og Sigurður eru einnig...

Sveinbjörn setti þrjú ný Íslandsmet í dag

Lyftingakappinn Sveinbjörn Sveinbjörnsson fór á kostum á Alþjóðaleikum Special Olympics þegar jaxlinn rakaði inn fjórum silfurverðlaunum og þremur nýjum Íslandsmetum. Sveinbjörn er í fantaformi um þessar mundir og brosti sínu breiðasta í dag við verðlaunaafhendinguna. Sveinbjörn setti nýtt Íslandsmet í hnébeygju...

Hollywood-stemmning í Aþenu

Íslenski hópurinn hefur staðið sig með mikilli prýði á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu síðustu daga. Veðrið hefur verið frábært og keppnisstaðirnir margir hverjir stórir og íburðamiklir og við þannig aðstæður er ekki úr vegi að setja saman smá ,,Hollywood-skotið“...

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi

Dagana 3. – 10. júlí n.k. fer Evrópumeistaramót fatlaðra fram í Berlín. Til gamans má geta að mótið fór fram hér á landi árið 2009. Um 450 keppendur frá 37 löndum taka þátt í mótinu sem er eitt stærsta sundmót...

Úrslitakeppnin hafin í golfi hjá Elínu og Sigurði

Sigurður Ármannsson og Elín Fanney Ólafsdóttir hófu áðan leik á þriðja hring í golfi á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu. Bæði keppa þau í níu holu keppni á mótinu undir stjórn Heiðrúnar Jóhannsdóttur, eins af sigursælustu kylfusveinum Íslands en Heiðrún...

Brons hjá Haraldi og Sigurjón í fjórða

Kapparnir Sigurjón Sigtryggsson og Haraldur Þórarinsson kepptu í 400m. hlaupi á Alþjóðaleikum Special Olympics í dag. Sigurjón keppti í flokki M04 og hafnaði í 4. sæti og Haraldur í flokki M13 og landaði þar bronsverðlaunum. Sigurjón hljóp á tímanum 1.02,10mín. og...

Andlát: Arnór Pétursson

Enn er höggvið skarð í hóp frumkvöðla íþrótta fatlaðra hér á landi en fallinn er frá Arnór Pétursson á 62 aldursári. Arnór, sem lamaðist í bílslysi rúmlega tvítugur að aldri, lét fötlun sína aldrei hamla sér í neinu sem hann...

Ísland leikur til úrslita gegn Svartfellingum: Fyrirliðinn blóðgaður

Íslensku strákarnir hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik 7 manna fótboltans í B-riðli á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu í Grikklandi. Ísland mætti Austurríkismönnum í dag og hafði betur 4-1. Íslenska liðið hefur því unnið alla...