Fréttir
Mikilvægt að halda óbreyttri starfsemi
Ég vil byrja á að óska öllum gleðilegs árs og friðar og þakka fyrir árið 2008 sem nú er ný liðið. Mikilvægi íþrótta þarf ekki að útskýra fyrir neinum en þó má með sanni segja að í því ástandi sem nú...
Jón Margeir sá fjórði úr Ösp sem vinnur Sjómannabikarinn
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í innilauginni í Laugardal þann 4. janúar síðastliðinn þar sem Jón Margeir Sverrisson sundmaður frá Ösp hampaði Sjómannabikarnum fyrir besta afrek mótsins. Jón Margeir synti...
Knattspyrnuæfingar fatlaðra á Akranesi
Samstarfsverkefni KSÍ, ÍA og Þjóts Næstkomandi laugardag hefjast knattspyrnuæfingar fyrir fatlaðra á Akranesi og fara þær fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þessar æfingar eru samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands, ÍA og Þjóts sem er íþróttafélag fatlaðra á Akranesi. Æfingarnar verða á hverjum...
Myndasafn og fleira frá Nýárssundmótinu
Hið árlega Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í innilauginni í Laugardag sunnudaginn 4. janúar síðastliðinn. Alls var 81 keppandi skráður til leiks frá sjö félögum. Skólahljómsveit Kópavogs sá um tónlistarflutning á mótinu og Halldór Guðbergsson formaður Öryrkjabandalags Íslands var heiðursgestur...
Áætlun sundnefndar 2009
Nú er komin hér inn á síðuna áætlun sundnefndar ÍF fyrir árið 2009. Smellið hér til að skoða áætlunina.
Jón Margeir Sverrisson hlaut Sjómannabikarinn
Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra fyrir börn og unglinga árið 2009 var rétt í þessu að ljúka þar sem sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hlaut Sjómannabikarinn fyrir besta afrek mótsins. Jón Margeir syndir fyrir Íþróttafélagið Ösp og vann besta afrekið í 50m. skriðsundi...
Gleðilegt nýtt ár
Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar samfylgdina á árinu 2008.
Ólafur Stefánsson Íþróttamaður ársins: Eyþór fékk eitt atkvæði
Handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík. Kynntir voru þeir tíu íþróttamenn sem hlutu flest stig í kjöri íþróttafréttamanna en þar fékk sundmaðurinn Eyþór Þrastarson ÍFR/Ægir eitt stig og hafnaði...
Jólaball CP félagsins og SLF
Í dag,mánudaginn 29. desember klukkan 16.30 verður haldið jólaball CP félagsins og SLF í safnaðarheimili Grensáskirkju, að Háaleitisbraut 66. Jólatré, jólasveinar- með pakka og flottar veitingar. Verð 500 krónur fyrir 12 ára og eldri Reiðufé - enginn posi verður á staðnum
Gleðileg jól
Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samfylgdina á árinu 2008.
Nýárssundmót ÍF 4. janúar 2009
Hið árlega Nýárssundmót ÍF fer fram í innilauginni í Laugardal sunnudaginn 4. janúar næstkomandi en mótið er jafnan fyrsta verkefnið á ári hverju hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Nýárssundmótið er fyrir fötluð börn og unglinga og er Sjómannabikarinn veittur í hvert skipti...
Sérútgáfa Hvata kom út í gær með Fréttablaðinu
Útgáfan á Hvata, tímariti Íþróttasambands fatlaðra, var með breyttu sniði að þessu sinni en í gærdag var fjögurra blaðsíðna kálfi dreift með Fréttablaðinu. Í þessu eintaki af Hvata er Ólympíumót fatlaðra gert upp sem og almenn starfsemi sambandsins kynnt. Stjórn ÍF...
Íþróttafélagið Ægir er 20 ára í dag
Í dag fagnar Íþróttafélagið Ægir í Vestmannaeyjum 20 ára afmæli en þennan dag árið 1988 var félagið stofnað. Af þessu tilefni er mikið um að vera í Vestmannaeyjum og í dag á milli kl. 17 og 18:30 fer afmælisveisla fram...
Myndasyrpa o.fl. frá Íþróttafólki ársins
Þau Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir eru Íþróttafólk ársins 2008 úr röðum fatlaðra en hófið fór fram að Radisson SAS Hótel Sögu miðvikudaginn 10. desember. Við sama tilefni var Hörpu Björnsdóttur formanni Ívars á Ísafirði afhentur Guðrúnarbikarinn. Þétt var setið...
Katrín undirbýr sig fyrir Idaho: Sýnir í jólagleði Bjarnarins
Skautakonan Katrín Tryggvadóttir sem snemma á næsta ári mun taka þátt í Alþjóða vetrarleikum Special Olympics í Idaho í Bandaríkjunum hefur að undanförnu staðið í ströngu við undirbúning Bandaríkjaferðarinnar. Föstudagskvöldið 12. desember næstkomandi verður Katrín í eldlínunni á svellinu þegar...
Íþróttamaður og íþróttakona ÍF 2008
Íþróttasamband Fatlaðra hefur útnefnt þau Eyþór Þrastarson og Sonju Sigurðardóttur Íþróttamann og Íþróttakonu ársins 2008. Hófið hófst kl. 15.00 á Radison Sas Hótel Sögu. Umsögn um Eyþór Þrastarson. Umsögn um Sonju Sigurðardóttur. Þá hlaut Harpa Björnsdóttir formaður...
Norræna barna- og unglingamótið í Eskilstuna
Dagana 26. júní - 3. júlí næstkomandi fer Norræna barna- og unglinga mótið fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Sem fyrr þá stefnir Íþróttasamband fatlaðra að þátttöku í mótinu og leitar því til hlutaðeigandi aðila eftir tilnefningum í mótið. Aldurshópurinn er...
Guðbjörg og Guðrún á fróðlegu námskeiði í Noregi
Helgina 15.-16. nóvember 2008 var haldinn hinn árlegi fundur hjá Norges idrettsforbund og olympiske og paralympiske komitè. Á námskeiðinu voru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð og Íslandi, alls um 50 manns. Fulltrúar Íslands voru endurhæfingarlæknarnir Guðbjörg Ludvigsdóttir og Guðrún Karlsdóttir...
Adolf Ingi tilnefndur til Hvatningarverðlauna ÖBÍ
Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson hefur verið tilnefndur til Hvatningarverðlauna ÖBÍ í flokki einstaklinga. Í dag er alþjóðadagur fatlaðra og mun Öryrkjabandalag Íslands veita verðlaunin í annað sinn. Adolf Ingi er tilnefndur fyrir að auka umfjöllun um íþróttir fatlaðra en hann og...
Sjálfboðaliðakort ÍF 2008
Íþróttasamband Fatlaðra og aðildarfélög ÍF gera sér vel grein fyrir gildi þess starfs sem sjálfboðaliðar hafa unnið til framgangs hreyfingarinnar. Allt frá upphafi hefur stór hópur sjálfboðaliða verið tengdur því starfi sem fram fer, hvort sem um er að ræða...