Fréttir
Fjallabyggð heiðraði Baldur og Þór
Langstökkvarinn Baldur Ævar Baldursson frá Ólafsfirði fékk hlýjar móttökur frá Fjallabyggð á dögunum þegar hann var nýkominn heim af Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Formleg móttaka hans var síðastliðinn föstudag en þar var Þór Jóhannsson einnig heiðraður fyrir þátttöku sína á...
Veglegt myndasafn frá Peking
Nýverið lauk Ólympíumóti fatlaðra í Peking en mótið mun vera eitt það stærsta og veglegasta sem nokkru sinni farið hefur fram. Íþróttasamband fatlaðra lét ekki sitt eftir liggja í myndatökunni og nú er komið myndasafn inn á myndasíðu ÍF sem...
Sonja fékk drottningarmeðferð á múrnum
Þegar keppni lauk hjá Íslandi á Ólympíumóti fatlaðra í Peking tók við þétt skemmtidagskrá og í henni fólst m.a. heimsókn á hinn heimsfræga Kínamúr. Aðstæður til þess að heimsækja Kínamúrinn voru allar hinar bestu, skyggni gott og allir í gönguskónum...
Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu
Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu fóru fram á Akureyri 13. September. Verkefnið var í samvinnu ÍF, KSÍ og aðildarfélaga ÍF á Akureyri. Umsjón með undirbúningi höfðu frjálsíþróttanefnd ÍF og knattspyrnunefnd ÍF og KSÍ. Sigrún...
Fjör og flottir taktar á fótboltaæfingu fatlaðra
Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ á Akureyri Síðastliðinn sunnudag var haldin sparkvallaæfing fyrir fatlaða á sparkvellinum við Brekkuskóla. Góðir gestir mættu á æfinguna, miðluðu af reynslu sinni og urðu vitni af flottum fótboltatöktum.Jónas L. Sigursteinsson stjórnaði æfingunni en gestkvæmt var á...
Eyþór verður fánaberi Íslands á lokahátíðinni
Lokahátíð Ólympíumóts fatlaðra fer fram í dag þar sem sundmaðurinn Eyþór Þrastarson verður fánaberi Íslands við athöfnina. Kínverjar lofa góðri sýningu rétt eins og á opnunarhátíðinni sem var öll hin glæsilegasta. Hópurinn kemur heim laust fyrir miðnætti þann 18. september...
Stærsta og veglegasta Ólympíumóti sögunnar lokið
Fáir ef einhverjir hefðu stigið á stokk á eftir Frank Sinatra og hvað varðar Ólympíumót fatlaðra í Kína verður erfitt að standa að öðrum eins viðburði og vísast fyrir Breta að bretta upp ermar hið snarasta. Heimamenn í Kína voru...
Þorsteinn: Mikilvægt í reynslubankann
Lyftingamaðurinn Þorsteinn Magnús Sölvason lyfti 115 kg. í -75 kg. flokki í bekkpressu á Ólympíumóti fatlaðra í Peking en íslenski hópurinn lauk þátttöku sinni á mótinu síðasta sunnudag. Þorsteinn rak smiðshöggið í keppni Íslands hér í Kína en hann stefnir...
Þorsteinn í 12. sæti í Peking
Lyftingamaðurinn Þorsteinn Magnús Sölvason hafnaði í dag í 12. sæti í bekkpressu á Ólympíumóti fatlaðra í Peking í -75 kg. flokki. Þorsteinn lyfti 115 kg. í fyrstu lyftu en næstu tvær lyftur hjá kappanum voru ógildar. Heimamaðurinn Liu Lei vann yfirburðasigur...
Eyþór lauk keppni í Peking með 5 sekúndna bætingu
Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson hefur lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra í Peking en hann varð tólfti í undanrásum í 100m. baksundi í dag og komst því ekki inn í úrslit. Eyþór komst inn á Ólympíumótið á sínum besta tíma sem var...
Eyþór: Stefni á gull 2012
Sundgarpurinn Eyþór Þrastarson hefur lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra í Peking en hann stóð sig frábærlega á mótinu og bætti tímana sína verulega í 400m. skriðsundi og 100m. baksundi. Hann sagði í stuttu samtali við heimasíðuna að nú væri stefnan...
Jón Oddur fimmti í 100m. hlaupinu
Spretthlauparinn Jón Oddur Halldórsson varð í dag fimmti í 100m. hlaupi í flokki T 35 á Ólympíumótinu í Peking. Óhætt er að segja að hlaupið hafi verið eftirminnilegt þar sem fjórir hlauparar voru undir heimsmetinu. Jón Oddur kom í mark...
Jón Oddur: Eins og í Gladiator
Jón Oddur Halldórsson hafnaði í 5. sæti í 100m. spretthlaupi í flokki T 35 á Ólympíumóti fatlaðra í dag þegar hann kom í mark á tímanum 13.40 sek. Árangurinn var hans næstbesti á ferlinum og var kappinn sáttur við niðurstöðuna....
Frábært aðstoðarfók Íslands í Peking
Ólympíuþorpið í Peking sér vel um íbúa sína og er málum þannig háttað að hver þjóð fær ákveðinn fjölda aðstoðarmanna eftir því hversu margir keppendur fylgja þjóðinni. Ísland datt svo sannarlega í lukkupottinn þegar aðstoðarmönnum var úthlutað en fimm manna...
Eyþór syndir á annarri braut í dag
Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson hefur keppni í dag á Ólympíumóti fatlaðra er hann keppir í undanrásum í 400m. skriðsundi. Eyþór er í seinni undanrásum og syndir á annarri braut. Hann synti á 5:25.90 mín. og náði þannig lágmörkum inn á mótið...
Eyþór í úrslit!
Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson er kominn í úrslit í 400m. skriðsundi á Ólympíumótinu í Peking en Eyþór keppir í flokki S 11 sem er skipaður alblindum keppendum. Eyþór lauk sundinu á 5.11;54 mín. sem er mikil persónuleg bæting og ánægjuleg fyrir...
Sparkvallaverkefni Íþróttasambands Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands 2008
Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 en tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra drengja og stúlkna í knattspyrnu. Allir aldurshópar velkomnir. Ákveðið hefur verið að standa fyrir sparkvallaverkefni IF og KSÍ á Akureyri í samvinnu við...
Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu
Laugardaginn 13. september 2008 verða haldnir Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum í Boganum á Akureyri. Íslandsleikar Special Olympics eru haldnir í samvinnu Íþróttasambands Fatlaðra, Knattspyrnusambands Íslands og aðildarfélaga ÍF á Akureyri. Markmið ÍF og KSÍ er að...
Eyþór hafnaði í áttunda sæti
Úrslitin í 400m. skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra fóru fram í Peking í kvöld þar sem Eyþór Þrastarson var á meðal keppenda. Eyþór varð áttundi í úrslitasundinu og kom í mark á tímanum 5:15,63 mín. en í undanrásum í morgun synti...