Fréttir
Eyþór: Þetta sund í dag, fæðingin, giftingin og dauðinn
Sundkappinn 17 ára gamli Eyþór Þrastarson var að vonum kátur með árangurinn sinn í 400m. skriðsundi í dag þegar hann hafnaði í 8. sæti á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Eyþór setti persónulegt met þegar hann synti á tímanum 5:11,54 í...
Yfirlýsing frá Íþróttasambandi fatlaðra
Í tilefni af skrifum DV 9. september 2008 vill Íþróttasamband fatlaðra taka fram að sú hefð hefur skapast að bjóða einum ráðherra ríkisstjórnarinnar á Ólympíumót fatlaðra. Íþróttasamband fatlaðra óskaði eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir, Félags- og tryggingamálaráðherra yrði heiðursgestur Ólympíumóts fatlaðra...
Baldur jafnaði Íslandsmetið í Peking
Tvö heimsmet voru slegin í dag þegar Baldur Ævar Baldursson keppti í langstökki á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Baldur hafnaði í 7. sæti af 13 keppendum en keppt var sameiginlega í tveimur fötlunarflokkum, F 37 og F 38. Baldur stökk...
Baldur: Gerði það sem ég ætlaði mér
Langstökkvarinn Baldur Ævar Baldursson frá Ólafsfirði varð sjöundi á Ólympíumótinu í Peking í dag og jafnaði Íslandsmet sitt í greininni er hann stökk 5,42 metra. Heimasíðan lagði nokkrar laufléttar spurningar fyrir Baldur sem rétt eins og Sonja er staðráðinn í...
Flott sund hjá Sonju sem lokið hefur keppni í Peking
Sonja Sigurðardóttir reið í dag á vaðið á Ólympíumóti fatlaðra í Peking þegar hún tók þátt í 50m baksundi í Vatnsteningnum víðfræga. Sonja kom í mark á tímanum 57,90 sek. sem er hennar besti tími í tæp tvö ár. Sonja hafnaði...
Strax farin að huga að London
Sonja Sigurðardóttir var kát í bragði eftir sundið sitt í dag þrátt fyrir að hafa ekki náð inn í úrslitin í 50m. baksundi. Sonja hafnaði í 10. sæti af 14 á tímanum 57,90 sem er hennar besti tími í tæp...
Össur meitlar Ólympíulið fatlaðra í stein
Í kvöld bauð Össur hf, en hann er einn af helstu stuðningsaðilum ólympíuliðs fatlaðra til kvöldverðar. Þar voru að auki mættir aðstandendur „Team Össur“, sem eru fatlaðir íþróttamenn frá ýmsum löndum sem fá stoðtæki frá Össuri, aðallega gervifætur, auk annars...
Ráðherra bauð íslenska hópnum í veglega veislu
Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra Íslands stóð í dag að veglegu hófi til handa íslensku keppendunum á Ólympíumótinu í Peking. Jóhanna er heiðursgestur Íþróttasambands fatlaðra á Ólympíumótinu og bauð til hófs í sendiherrabústað Íslendinga í samráði við Gunnar Snorra Gunnarsson...
Jón Oddur fór fyrir íslenska hópnum í hreiðrinu
Hu Jinato forseti Kína opnaði í dag formlega Ólympíumót fatlaðra 2008 við magnaða opnunarhátíð í Fuglshreiðrinu í Peking. Spretthlauparinn Jón Oddur Halldórsson var fánaberi íslenska hópsins en Jón Oddur er eini keppandinn í hópnum sem áður hefur tekið þátt á...
Ísland formlega boðið velkomið í Ólympíuþorpið
Móttökuhátíð Íslands fór fram í Ólympíuþorpinu í dag þar sem Íslendingar voru boðnir velkomnir í þorpið og á Ólympíumót fatlaðra. Athöfnin fór fram á alþjóðasvæðinu í þorpinu þar sem íslenski hópurinn fékk góða gesti í heimsókn. Íslenski sendiherrann Gunnar Snorri...
6500 fjölmiðlamenn munu fylgjast með Ólympíumótinu
Laugardaginn 6. september næstkomandi verður Ólympíumót fatlaðra sett í Peking í Kína og mun það standa fram til 17. september. Alls eru 6500 fjölmiðlamenn staddir í Kína og...
Íslenski hópurinn hóf æfingar í dag
Íslenska keppnishópnum var ekki til setunnar boðið í dag og hóf æfingar í og við keppnisstaði sína á Ólympíumótinu í Peking en keppni hefst þann 7. september næstkomandi. Fyrst í röðinni er Sonja Sigurðardóttir sem syndir í 50m baksundi þann...
Íslenski hópurinn kominn til Peking
Íslenski Ólympíuhópurinn er mættur til Peking í Kína þar sem Ólympíumót fatlaðra fer fram dagana 6.-17. september næstkomandi. Hópurinn lagði snemma af stað á mánudagsmorgun og eftir átta klukkustunda bið í Danmörku eftir tengiflugi var loks lagt af stað...
Ólympíuþorpið opnar
Senn líður að því að 13. Ólympíumót fatlaðra verði sett í Peking í Kína en opnunarhátíð mótsins fer fram þann 6. september n.k. Undirbúningur framkvæmdaaðila Ólympíumótsins er í fullum gangi og líkt og á Ólympíuleikunum leggja Kínverjar mikið...
Fengu Canon myndavélar að gjöf fyrir Kínaferðina
Fengu Canon myndavélar að gjöf fyrir Kínaferðina Nýherji hefur fært öllum íslenskum keppendunum, sem halda á Ólympíumót fatlaðra í ...