Fréttir

Opna danska meistaramótið í frjálsum íþróttum

Nú um helgina mun Baldur Ævar Baldursson taka þátt í opna danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Fredriksberg í Kaupmannahöfn. Baldur Ævar, sem keppir í flokki hreyfihamlaðra T37, mun á mótinu taka þátt í langstökki, kúluvarpi og spjótkasti. ...

Úrslit síðasta dags HM fatlaðra í sundi

Íslensku keppendurnir á HM fatlaðra í sund luku þátttöku sinni á mótinu í morgun. Eyþór Þrastarson hafnaði þá í 12. sæti í 100 m baksundi flokki S11 (flokki blindra) synti á tímanum 1:21.04 mín. Sonja Sigurðardóttir og Hjörtur Már Ingvarsson tóku...

Eyþór í úrslit og Íslandsmet hjá Hirti

Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þeir Eyþór Þrastarson í 400 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Hjörtur Már Ingvarsson í 200 m skriðsundi flokki hreyfihamlaðra (S5). Eyþór synti sig inn í úrslit, synti á...

Fjórði keppnisdagur HM fatlaðra í sundi – Eyþór með Íslandsmet

Á fjórða keppnisdegi HM fatlaðra í sundi kepptu í undanrásum í morgun þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m...

Stór dagur hjá íslensku keppendunum

Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk...

Anna Kristín með Íslandsmet

Eini íslenski keppandinn sem stakk sér til sunds á HM fatlaðra í morgun var Anna Kristín Jensdóttir en hún tók þátt í 100 m bringusundi SB5 (flokki hreyfihamlaðra). Anna Kristín hafnaði í 9. sæti á nýju Íslandsmeti, tímanum 2:22.60 mín...

Keppni hafin á HM fatlaðra í sundi - Íslandsmet hjá Hirti

Keppni á HM fatlaðra í sundi hófst í morgun og þá voru í eldlínunni og kepptu í undanrásum  þeir Eyþór Þrastarson og Hjörtur Már Ingvarsson. Eyþór hafnaði í 11. sæti í sínum flokki S11(flokki blindra), synti á tímanum 2.57.23 sem...

HM fatlaðra í sundi sett í Hollandi

Setningarhátíð Heimsmeistaramóts fatlaðra í sundi fór fram í kvöld í hinni glæsilegu Pieter van den Hoogenband laug í Eindhoven þar sem mótið fer fram 15. -  21. ágúst. Setningarathöfnin, sem stóð yfir í um klukkustund, var hin glæsilegasta þar sem keppendur...

Kynning á hjólastóla- og göngugrindadansi

Stjórn Íþróttafélagsins Glóðar í Kópavogi hefur ákveðið að kynna nýja möguleika fyrir þá sem þurfa að nota hjólastóla og/eða göngugrindur við athafnir daglegs lífs. Ákveðið hefur verið að hafa kynningu á “Hjólastóla- og göngugrindadansi” fyrir hádegi laugardag 14. ágúst n.k. Kynningin verður...

Keppnisdagskrá íslensku þátttakendanna á HM í sundi

Nú eru aðeins þrír dagar þar til Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi verður formlega sett í Eindhoven í Hollandi. Setningarathöfnin, fer fram að kvöldi 14. ágúst í glæsilegri innilaug sem kennd er við fræknasta sundmann Hollendinga, Pieter van den Hoogenband. Sundkeppnin hefst...

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Eindhoven í Holandi daga 15. – 21. ágúst n.k.  Alls munu 655 sundmenn frá 54 löndum taka þátt í mótinu og keppa um þau verðlaun sem veitt eru hinum ýmsu greinum og fötlunarflokkum...

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

27. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 21. ágúst n.k.Skráning fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons www.marathon.is og líkt og áður geta þátttakendur hlaupið til góðs og safnað áheitum fyrir góðgerðar og líknarfélög.Þannig velur hlauparinn sér góðgerðarfélag til að safna áheitum fyrir en...

Íslandsleikar Special Olympics frjálsum íþróttum og knattspyrnu

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu verða haldnir 25. september n.k. í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikarnir eru haldnir í samvinnu við frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild FH. Drög að dagskrá: Kl. 09.30  Upphitun, knattspyrnaKl. 10.00  Keppni hefst í knattspyrnuKl. 12.30  Keppni...

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi 29. júlí - 1. ágúst.Unglingalandsmót UMFÍ eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin eru árlega um verslunarmannahelgina.Mótin eru haldin á mismunandi stöðum ár frá ári en töluverð uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt sér stað samhliða...

Úthlutun Pokasjóðs verslunarinnar

Árlega úthlutar Pokasjóður verslunarinnar styrkjum til hinna ýmsu verkefna á sviði umhverfismála, menningar, mannúðar, íþrótta og útivistar um land allt. Nýlega úthlutaði sjóðurinn við hátíðlega athöfn um 50 milljónum króna til 55 verkefna á hinum ýmsu sviðum.Með þessari úthlutun hefur...

Ungir til athafna: Thelma Ólafsdóttir

Síðustu tvo mánuði hefur Thelma Ólafsdóttir unnið hörðum höndum við hin ýmsu verkefni á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Thelma kom til ÍF í verkefninu Ungir til athafna sem er á vegum Vinnumálastofnunar og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Meðal verkefna Tehlmu hefur verið...

Jóhanna sigurvegari á fyrsta minningarmóti Harðar

Jóhanna Ásgeirsdóttir hafði sigur úr bítum á fyrsta minningarmóti Harðar Barðdal í pútti sem fram fór á púttvellinum við Hraunkot í Hafnarfirði í gær. Jóhanna hafði sigur í flokki fatlaðra og fékk fyrir vikið farandbikar en héðan í frá verður...

Minningarmót um Hörð Barðdal

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi munu standa að púttmóti í minningu Harðar Barðdal þriðjudaginn 13. júlí næstkomandi kl. 18:00. Hörður var ötull forvígismaður golfíþróttar fatlaðra á Íslandi og gengdi formennsku hjá GSFÍ til dauðadags. Þá var Hörður á meðal fyrstu afreksíþróttamanna...

Heildarúrslit: Opna Þýska meistaramótið

Alls voru 14 íslenskir sundmenn sem tóku þátt í opna þýska meistaramótinu í sundi um síðustu helgi. Hér að neðan gefur að líta heildarúrslit mótsins hjá íslenska hópnum en níu gullverðlaun féllu Íslandi í hlut að þessu sinni enda efnilegur...

Arion banki áfram einn af bakhjörlum Íþróttasambands fatlaðra

Arion banki og Íþróttasamband fatlaðra undirrituðu samstarfssamning í dag, 23. júní, sem felur í sér að Arion banki verður einn af aðalbakhjörlum sambandsins. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra skrifuðu undir styrktarsamninginn í...