Fréttir

Að brjótast í gegnum takmarkanir

Kynning á sjálfstyrkingarnámskeiðifyrir hreyfihamlaðar stúlkur sem haldið var haustið 2009. Í stofu 202 á Háskólatorgi, föstudaginn 16. apríl 2010, kl. 13:00 • Skipuleggjendur námskeiðsins verða með almenna umfjöllun um námskeiðið• Stuttmynd um námskeiðið sýnd• Tveir þátttakendur segja frá upplifun sinni af námskeiðinu• Foreldrar segja álit sitt...

Erna fékk úthlutað úr Afrekskvennasjóði

Í gær var úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ og að þessu sinni voru 5 íþróttakonur og íþróttakvennahópar sem hlutu styrk, alls þrjár milljónir króna. Erna Friðriksdóttir, 22 ára skíðakona frá Egilsstöðum, fékk 250.000 krónur vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti...

Góðir gestir frá Magma í Laugardalnum

Nýlega heimsóttu fulltrúar Magma Energy Corp höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sem kunnugt er var Magma Energy var einn af styrktaraðilum Íþrótta- og Ólympíusambandsins sem og Íþróttasambands fatlaðra fyrir Vetrarólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í vetraríþróttum sem nýverið fóru fram í...

Íslandsbanki aðal styrktaraðili Special Olympics á Íslandi

Á dögunum undirrituðu Íslandsbanki og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) samstarfssamning þess efnis að Íslandsbanki verði aðal styrktaraðili samtakanna vegna Special Olympics á Íslandi. Undirritunin fór fram í útibúi Íslandsbanka við Gullinbrú, sem er aðal viðskiptaútibú Íþróttasambands fatlaðra. Íslandsbanki og forverar hans...

Sumarbúðir ÍF á Laugarvatni 2010

Hinar árlegu Sumarbúðir ÍF verða haldnar að venju á Laugarvatni næsta sumar. Eins og áður verður boðið upp á tvö vikunámskeið, það fyrra vikuna 18. -25. júní og hið síðara vikuna 25. júní-2. júlí. Verð fyrir vikudvöl á Laugarvatni er kr....

Olís styrkir NM í boccia

Olíuverslun Íslands hf – Olís hefur endurnýjað styrktarsamning við Íþróttasamband fatlaðra. Að þessu sinni er um að ræða beinan fjárstuðning vegna þátttöku Íslands í Norðurlandamóti fatlaðra í boccia sem fram fer í Fredricia í Danmörku í maímánuði n.k. ...

Móttaka hjá Íslendingafélaginu í Vancouver

Í tengslum við Vetrarólympíumót fatlaðra sem fram fór í Vancouver fyrr í þessum mánuði var íslensku þátttakendunum boðið til móttöku hjá Íslendingafélaginu í Vancouver en forseti félagsins er Kristjana Helgason. Um 40 manns, Vesturíslendingar og aðrir, mættu í Íslendingahúsið i...

Vetrarólympíumóti fatlaðra lokið

Vetrarólympíumóti fatlaðra lauk formlega með glæsilegri skemmtun og flugeldasýningu á “Verðaunatorginu” í Whisler sunnudaginn 21. mars síðastliðinn. Þúsundir manna voru samankomin á torginu til að fylgjast með skemmtuninni sem einkenndist af miklu fjöri með skýrskotun til stolts Kanadamanna af landi...

Úrslit á Íslandsmótinu í sveitakeppni í boccia

Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi og venju samkvæmt var þátttakan afar góð. Sveit ÍFR C sigraði í 1. deild en þetta er annað árið í röð sem ÍFR vinnur 1. deildina. Heildarúrslit...

Myndasafn: Íslandsmótið 2010

Ljósmyndarinn Sölvi Logason var iðinn við kolann þessa helgina á Íslandsmóti ÍF og tók hann margar skemmtilegar myndir á mótinu sem nú má nálgast á myndasíðu ÍF. Þá minnum við einnig á fleiri myndir úr starfinu á www.123.is/if

Úrslit á Íslandsmótinu í lyftingum

Íslandsmót ÍF í lyftingum fór fram síðastliðinn sunnudag í bíósal frjálsíþróttahallarinnar í Laugardal þar sem níu keppendur voru skráðir til leiks en átta mættu til keppni. Daníel Unnar Vignisson varð Íslandsmeistari í flokki þroskahamlaðra þar sem hann lyfti samtals 570 kílóum...

Úrslit á Íslandsmótinu í sundi

Íslandsmót ÍF í sundi í 50m. laug fór fram um síðustu helgi en keppt var í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hátt í 80 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu þar sem alls 16 Íslandsmet féllu. Íslandsmetin í sundi um síðustu helgi: Íslandsmót...

Úrslit á Íslandsmótinu í frjálsum íþróttum

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal síðastliðinn sunnudag. Þátttaka var með besta móti en keppt var í 60m. hlaupi, 200m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi og hástökki. Heilarúrslit mótsins má sjá hér Ljósmynd/ Sölvi Logason: Þessir ungu kappar,...

Úrslit á Íslandsmótinu í borðtennis

Um helgina fór Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fram og keppni í borðtennis fór fram í TBR húsinu. Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, kom sá og sigraði og nældi sér í þrjá Íslandsmeistaratitla. Í tvíliðaleik, opnum flokki og í sitjandi flokki. Í tvíliðaleiknum voru...

Úrslit á Íslandsmótinu í bogfimi

Íslandsmót ÍF í bogfimi fór fram um helgina í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Keppt var bæði laugardag og sunnudag þar sem þrjú met féllu. Í Recurve flokki karla var sett nýtt met 1.087 stig og það gerði Guðmundur Smári Gunnarsson. Þá...

Útsending fellur niður!

Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður fyrirhuguð útsending frá Íslandsmóti fatlaðra á netútsendingastöðinni Sport TV. Til stóð að senda út frá mótinu í dag sunnudaginn 21. mars frá keppni í boccia, lyftingum og frjálsum íþróttum. Ástæða þess að ekki tekst að sýna...

Fjörið hafið á Íslandsmóti ÍF

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra hófst í morgun og var mótið sett formlega í aðalsal Laugardalshallar af Camillu Th. Hallgrímsson varaformanni ÍF. Keppni er þegar hafin í bogfimi, boccia og borðtennis en síðar í dag eða kl. 15 hefst keppni í sundi...

Breyting á keppnistíma í boccia

Keppni í boccia á Íslandsmóti ÍF sunnudaginn 21. mars hefst kl. 10:00 en ekki kl. 09:00 eins og áður hefur verið auglýst. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og áréttum að á morgun, sunnudaginn 21....

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra 2010

Dagna 20.-21. mars fer Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fram þar sem keppt verður í sex greinum, sundi, boccia, bogfimi, frjálsum íþróttum, lyftingum og borðtennis. Keppni í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði, keppni í borðtennis fer fram í TBR húsinu...

Mótaskráin fyrir Íslandsmótið í sundi

Íslandsmót ÍF í sundi í 50m. laug fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um næstu helgi. Keppt er laugardaginn 20. mars og sunnudaginn 21. mars.Upphitun hefst kl. 14:00 á laugardag og kl. 09:00 á sunnudag. Smellið hér til að sjá mótaskránna...