Fréttir

Tímaseðill Íslandsmóts ÍF 20. - 22. mars 2009

Íslandsmót ÍF fara fram helgina 20.-22. mars næstkomandi í Laugardalshöll og í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hér meðfylgjandi er tímaseðill Íslandsmótsins. boccia - bogfimi - frjálsar íþróttir - lyftingar - sund Föstudagur 20 mars:18:00mæting í frjálsar íþróttirSalur B (Frjálsíþróttahöll) Nánar...

Jóhann sigraði í 1. flokki ófatlaðra

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, fór mikinn um helgina þegar hann sigraði í 1. flokki karla á Íslandsmóti ófatlaðra. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkt gerist og var Jóhann að vonum himinlifandi með árangur sinn um helgina. „Maður hefur...

Ganga og gaman þann 14. mars

Átak, Fjölmennt, Ás styrktarfélag, Íþróttasamband fatlaðra, Hitt húsið, Öspin og Þroskahjálp hafa tekið saman höndum og stofnað gönguhóp. Markmiðið er að hittast einu sinni í mánuði og oftar með hækkandi sól, ganga í 20-30 mín. og fá sér smá hollustu...

Erna á fullu við æfingar í Colorado

Erna Friðriksdóttir sendi heimasíðu ÍF mynd frá Winter Park í Colorado þar sem hún er nú við æfingar og keppni með landsliði USA. Fyrirtækið 66° Norður styrkir ÍF um ákveðna upphæð á ári og á myndinni er Erna í fatnaði...

Æfingabúðir í sundi um helgina: Athyglisverðir fyrirlestrar

Sundnefnd ÍF stendur að æfingabúðum í sundi um helgina hjá landsliðshópi ÍF og fara æfingarnar fram föstudag, laugardag og sunnudag. Fyrsta æfingin er í dag frá kl. 16-18. Fyrstu æfingabúðirnar á þessu ári fóru fram helgina 30. janúar – 1. febrúar...

Framfaraspor segir Sveinn Áki um nýjan samning ÍF og RÍH

Rannsóknastofa í Íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands (RÍH) og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samkomulag um rannsóknir og þróunarstarf með fötluðu íþróttafólki. Samkomulagið felur í sér rannsóknir sem beinast að hreyfigetu og heilsufari einstaklinga með fötlun. Verkefnisstjóri...

Ásta Ragnheiður bauð Katrínu í bolludagskaffi

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags og tryggingamálaráðherra, bauð Katrínu Guðrúnu Tryggvadóttur ásamt fjölskyldu og þjálfara í bolludagskaffi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu á mánudag, til að fagna frábærum árangri Katrínar í keppni í listhlaupi á skautum á alþjóðavetrarleikunum Special Olympics í Boise...

Katrín vakti athygli Vestanhafs

Skautakonan Katrín Tryggvadóttir vakti töluverða athygli á nýafstöðnum Vetrarleikum Special Olympics sem fram fóru í Idaho í Bandaríkjunum. Katrín hafnaði í 5. sæti í sínum flokki í listdansi á skautum og verandi eini keppandinn frá Íslandi höfðu fjölmiðlar Vestanhafs mikinn...

Oscar Pistorius ætti að ná sér að fullu eftir bátsslys

Hinn 22 ára gamli hlaupagarpur frá Suður-Afríku, Oscar Pistorius, ætti að ná sér að fullu eftir að hafa gengist undir aðgerð á höfði og andliti, eftir að hann lenti í slysi í heimalandi sínu. Pistorius sem er einn sigursælasti hlauparinn í...

Anna Kristín íþróttakona Seltjarnarness annað árið í röð!

Sundkonan Anna Kristín Jensdóttir var þann 10. febrúar síðastliðinn útnefnd íþróttakona ársins á Seltjarnarnesi en þetta er annað árið í röð sem Anna verður fyrir valinu. Snorri Sigurðsson hlaupari úr röðum ófatlaðra var kjörinn íþróttamaður ársins. Á heimasíðunni www.seltjarnarnes.is segir eftirfarandi...

Björn og Sigurlaug afhentu ÍF myndarlegt filmusafn

Ljósmyndarinn góðkunni Björn Pálsson og eiginkona hans Sigurlaug Björnsdóttir færðu Íþróttasambandi fatlaðra veglega gjöf á 30 ára afmælisári sambandsins en ÍF var stofnað þann 17. maí árið 1979. Björn og Sigurlaug afhentu ÍF filmusafn sem Björn hafði haldið til haga...

Vel heppnað námskeið í Hlíðarfjalli

Námskeið Íþróttasambands fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samstarfi við NSCD í Winter Park fór fram í Hlíðarfjalli dagana 13. - 15. febrúar. Námskeiðið var fullbókað en þátttakendur voru um tuttugu m.a. hreyfihamlaðir, blindir og sjónskertir.    Hreyfihamlaðir þátttakendur fengu sérhannaða skíðasleða til...

Katrín í 5. sæti í Idaho

Katrín Guðrún Tryggvadóttir hafnaði í 5. sæti í gær á Vetrarleikum Special Olympics þar sem hún tók þátt í listdansi á skautum. Að sögn Helgu Olsen þjálfara Katrínar stóð skautakonan sig mjög vel og fékk mikil og góð viðbrögð frá...

Myndarlegur hópur ÍFR á leið til Malmö

Malmö Open mótið í Svíþjóð fer nú fram í 33. sinn en mótið er stærsta árlega fjölgreina íþróttamótið fyrir fatlaða í heiminum þar sem 2500 íþróttamenn leiða saman hesta sína í 15 íþróttagreinum. Myndarlegur hópur frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík...

Æfingabúðir ÍF í frjálsum 20.-21 febrúar

Æfingabúðir Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fara fram á Laugarvatni dagana 20.-21. febrúar næstkomandi. Sex iðkendur frá fimm aðildarfélögum hafa verið valdir í búðirnar og eru þeir eftirfarandi: Baldur Ævar Baldursson, SnerpaJón Oddur Halldórsson, Reynir HellissandiJakob Gunnar Lárusson, NesJósef W. Daníelsson,...

Katrín keppir í dag í Idaho

Eftir um 30 klukkustunda langt ferðalag komst íslenski hópurinn til Idaho í Bandaríkjunum þar sem Vetrarleikar Special Olympics fara fram. Ísland teflir fram einum keppanda í listdansi á skautum en það er hún Katrín Guðrún Tryggvadóttir. Með Katrínu í för...

Jakob vakti mikla lukku á æfingu hjá ÍFR

Sundgarpurinn Jakob Jóhann Sveinsson mætti föstudaginn 6. febrúar síðastliðinn sem gestakennari á æfingu hjá bringusundsmönnum ÍFR. Jakob er eins og alþjóð veit Ólympíuþátttakandi og margfaldur Íslandsmeistari í bringusundi. Á æfingunni miðlaði Jakob af sinni reynslu til bringusundsfólks ÍFR og fór yfir...

ÍF fékk úthlutað tæpum 4 milljónum úr sjóðum ÍSÍ

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti nýverið tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2009. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 46 milljónum króna en úthlutað er rúmlega 37 milljón krónum úr...

Jóhann í 3.-4. sæti á Pepsimóti Víkings

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, heldur áfram að gera það gott í innlendri keppni ófatlaðra en um helgina tók Jóhann þátt á Pepsimóti Víkings en það er keppni hjá ófötluðum. Jóhann keppti í 1. flokki og hafnaði þar í 3.-4. sæti....

Jakob Jóhann gestaþjálfari hjá bringusundsmönnum ÍFR

Sundgarpurinn Jakob Jóhann Sveinsson verður gestaþjálfari masterclass bringusundsmanna hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík í dag föstudaginn 6. janúar. Æfingin hefst kl. 16:00 í innilauginni í Laugardal en Jakob mun hefja kennslu sína með bringusundsmönnum ÍFR um kl. 17:00. Jakob Jóhann er...