Fréttir

Hópurinn klár fyrir Norræna barna- og unglingamótið

Í ár mun Norræna barna- og unglingamótið fara fram í Eskilstuna í Svíþjóð dagana 26. júní til 3. júlí. Að þessu sinni fer Íþróttasamband fatlaðra með 14 keppendur á mótið sem jafnan er ætlað til þess að íþróttafólk úr röðum...

Hængsmótið á Akureyri

Dagana 1.-2. maí næstkomandi fer 27. Hængsmótið fram á Akureyri. Mótið fer fram í Íþróttahöllinni fyrir Norðan þar sem keppt verður í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, borðtennis sem og lyftingum ef næg þátttaka næst. Stefnt er að því að mótið verði...

Flokkur fyrir fatlaða á Andrésar Andarleikunum 2009

Andrésar Andarleikarnir í Hlíðarfjalli verða haldnir dagana 22.-25. apríl 2009. Eins og áður hefur verið kynnt á skíðanámskeiðinu í Hlíðarfjalli sem fram fór fyrr í vetur verður settur upp flokkur fyrir fatlaða á þessum leikum, "Stjörnuflokkur"  Þeir sem óska eftir því...

Ganga og gaman: Gönguhópurinn hittist næst 18. apríl

Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu ÍF hafa Átak, Fjölmennt, Ás styrktarfélag, Íþróttasamband fatlaðra, Hitt húsið, Öspin og Þroskahjálp stofnað gönguhóp sem ber heitið; "Ganga og gaman". Skemmtileg samverustund þar sem útivist og hreyfing er höfð að leiðarljósi...

11 Íslandsmet í Ásvallalaug

Helgina 21.-22. mars fóru fram Íslandsmót ÍF í fimm greinum. Í sundinu sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði voru sett hvorki fleiri né færri en fimm Íslandsmet og eru þau eftirfarandi:     Hjörtur Már Ingvarsson, ...

Myndasafn: Íslandsmót ÍF í borðtennis

Íslandsmót ÍF í borðtennis fór fram í TBR húsinu í Reykjavík laugardaginn 28. mars síðastliðinn. Þátttaka í mótinu var með besta móti og sáust glæst tilþrif sem nú er hægt að sjá í myndasafni á myndasíðu ÍF á www.123.is/if eða...

Kennsla fyrir fatlaða sem áhuga hafa á köfun

Dagana 2. - 7. apríl verður á Íslandi danskur kennari sem hefur mikla reynslu af því að kenna fötluðu fólki köfun Námskeið verður haldið fyrir fatlað fólk sem áhuga hefur á því að læra köfun og er námskeiðið að kostnaðarlausu....

Viðbygging við íþróttahús ÍFR vígð að Hátúni 14 í Reykjavík

Viðbygging við íþróttahús Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík að Hátúni 14 í Reykjavík var formlega tekin í notkun laugardaginn 28. mars. Boðað var til móttöku þar sem flutt voru ávörp og ný aðstaða kynnt. Júlíus Arnarson, formaður ÍFR bauð gesti velkomna og...

ÍF og Rúmfatalagerinn framlengdu til fjögurra ára

Í tengslum við Íslandsmót ÍF sem haldin voru um þarsíðustu helgi endurnýjuðu Rúmfatalagerinn og Íþróttasamband fatlaðra með sér samstarfssamning sem kveður á um 12 milljón króna styrk Rúmfatalagersins sem verður varið til uppbyggingar og þjálfunar fatlaðs afreksfólks í íþróttum. Samningurinn...

Úrslit frá Íslandsmótinu í borðtennis

Íslandsmót ÍF í borðtennis fór fram síðastliðinn laugardag þar sem félagarnir Jón Þorgeir Guðbjörnsson og Tómas Björnsson úr ÍFR stöðvuðu áralanga sigurgöngu Jóhanns Rúnar Kristjánssonar og Viðars Árnasonar í tvíliðaleik. Jóhann Rúnar var þó ekki af baki dottinn eftir tvíliðaleikinn...

Íslandsmót ÍF í borðtennis á laugardag í TBR húsinu

Laugardaginn 28. mars næstkomandi fer fram Íslandsmót ÍF í borðtennis og verður keppt í TBR húsinu. Að þessu sinni eru þrjú aðildarfélög ÍF með skráða keppendur í mótið en það eru ÍFR, Akur og Nes. Keppni hefst á laugardeginum kl. 10:30...

Myndasafn frá bocciakeppninni

Íslandsmót ÍF í fimm greinum fóru fram um síðustu helgi. Í Laugardal var mikið um að vera en keppni í boccia fór fram í Laugardalshöll og var hún æsispennandi alla helgina. Að þessu sinni var það sveit ÍFR sem hafði...

Olís styrkir Norræna barna- og unglingamótið

Olíuverslun Íslands hf – Olis hefur skrifaði undir styrktarsamning við Íþróttasamband fatlaðra um beinan fjárstuðning vegna Norræns barna- og unglingamóts fatlaðra sem fram fer í Eskilstuna í Svíþjóð í júlíbyrjun n.k. Olís hefur um margra ára skeið stutt starfssemi sambandsins...

Myndasafn frá lokahófi ÍF

Íslandsmót ÍF í fimm íþróttagreinum fór fram um síðastliðna helgi. Keppt var í frjálsum íþróttum, sundi, boccia, bogfimi og lyftingum og á sunnudagskvöld var efnt til veglegs lokahófs í Gullhömrum í Grafarholti. Að vanda var vel mætt á lokahófið þar sem...

Úrslit Íslandsmóta ÍF: Rúmfatalagerinn áfram einn helsti bakhjarlinn

Helgina 20.-22. mars síðastliðinn fóru fram Íslandsmót ÍF í fimm greinum, sundi, boccia, bogfimi, lyftingum og frjálsum íþróttum. Keppt var í frjálsum íþróttum á föstudag en hinar greinarnar fóru fram á laugardag og sunnudag. Keppni í sundi fór fram í...

Íslandsmót ÍF: Lokaspretturinn hafinn

Þá er komið að síðasta keppnisdeginum á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra. Keppni í frjálsum íþróttum lauk á föstudag þar sem sáust mögnuð tilþrif og þá lauk keppni í lyftingum í gær, laugardag, þar sem Þorsteinn Magnús Sölvason Ólympíumótsfari fór á kostum...

Myndasafn: Hrikaleg átök í lyftingakeppninni

Nú eru komnar svipmyndir frá lyftingakeppninni á Íslandsmóti ÍF sem fram fór um helgina í Laugardal og í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hægt er að sjá svipmyndir frá lyftingamótinu inni á myndasíðu ÍF eða með því að smella á tengilinn: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=140239 ...

Lokahóf Íslandsmótsins í Gullhömrum í Grafarholti

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram um helgina og á sunnudeginum 22. mars fer fram lokahóf mótsins í Gullhömrum í Grafarholti. Húsið opnar kl. 18:00 en borðhald hefst kl. 19:00. Miðaverð kr. 5500,- Að lokinni venjulegri dagskrá á lokahófinu munu Sigga Beinteins...

Skráning hafin í Sumarbúðir ÍF 2009

Hinar árlegu Sumarbúðir ÍF fara fram að Laugarvatni í sumar og sem fyrr verður boðið upp á tvö vikulöng námskeið. Fyrri vikan er 19.-26. júní og sú síðari 26. júní - 3. júlí. Nánari upplýsingar um Sumarbúðirnar má finna hér. ...

Skemmtileg stafgöngukennsla laugardaginn 14. mars

Átak, Fjölmennt, Ás styrktarfélag, Íþróttasamband fatlaðra, Hitt húsið, Öspin og Þroskahjálp hafa tekið saman höndum og stofnað gönguhóp. Markmiðið er að hittast einu sinni í mánuði og oftar með hækkandi sól, ganga í 20-30 mín. og fá sér smá hollustu...