Fréttir

Adrian bætti sig og Jón Margeir fjórði

Þeir Jón Margeir Sverrisson og Adrian Óskar Sindelka Erwin voru rétt í þessu að ljúka keppni í 200m. fjórsundi í flokki S14 (þroskahamlaðra) á Evrópumóti fatlaðra í sundi. Jón Margeir hafnaði í 4. sæti og Adrian Óskar bætti sig verulega...

Eyþór og Pálmi kátir í viðtali hjá RÚV

Mikið var um að vera í gær hjá íslensku sundmönnunum sem keppa á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Laugardalslaug. Eyþór Þrastarson varð fyrstur úr íslenska hópnum til þess að komast á verðlaunapall en bæði hann og Pálmi Guðlaugsson voru kampakátir þegar RÚV...

Eyþór bætti 13 ára gamalt Íslandsmet Birkis

Þrír íslenskir sundmenn tóku þátt í undanrásum á Evrópumeistaramóti fatlaðra í morgun þegar fjórði keppnisdagur af sjö fór af stað. Eyþór Þrastarson sem í gærkvöldi landaði silfurverðlaunum í 400m. skriðsundi keppti í 50m. skriðsundi í morgun og bætti 13 ára...

Adrian stórbætti sig í bringusundi: Líflegar undanrásir á morgun

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi er nú langt á veg komið og að fjórum keppnisdögum loknum hafa Íslendingar einu sinni komist á verðlaunapall eftir að Eyþór Þrastarson lét að sér kveða í 400m. skriðsundi. Í kvöld áttu Íslendingar tvo sundmenn í...

Fjórir synda til úrslita í kvöld: Íslandsmet hjá Pálma!

Í kvöld verða það fjórir íslenskir sundmenn sem synda til úrslita á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Laugardalslaug. Sundmennirnir eru Eyþór Þrastarson, Sonja Sigurðardóttir, Pálmi Guðlaugsson og Ragnar Ingi Magnússon. Eyþór ríður fyrstur á vaðið í 400m. skriðsundi sem hefst kl. 17:12. Í...

Silfur hjá Eyþóri

Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson var rétt í þessu að taka á móti silfurverðlaunum á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi. Eyþór synti á tímanum 5:11,54 mín. í 400m. skriðsundi í flokki S11 (blindra) og varð annar á eftir Oleksandr Myroshnychenko frá Úkraínu sem...

Silfur í dag og fimm keppa á morgun

Þriðja keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi er nú lokið og dró það helst til tíðinda hjá íslensku keppendunum í dag að Eyþór Þrastarson vann til silfurverðlauna í 400m. skriðsundi í flokki S11 (blindir). Eyþór synti á tímanum 5.11,54 mín. sem...

Metaregn í Laugardal

Sannkallað metaregn var í innilauginni í Laugardal í kvöld þegar annar keppnisdagurinn á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi fór fram. Alls voru það 10 heimsmet sem féllu og 14 Evrópumet! Enginn íslensku keppendanna synti í dag en sex þeirra synda á morgun...

EM sett með glæsibrag í Laugardal

Setningarathöfn Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi tókst með miklum myndarbrag í innilauginni í Laugardal í kvöld. Keppni á mótinu hefst svo í fyrramálið kl. 09:00 með undanrásum og úrslit hefjast svo kl. 17:00. Troðfullt var í innilauginni þar sem Regína Ósk tók...

Íslandsmet hjá Hirti

Tveir íslenskir sundmenn tóku þátt í undanrásum á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem hófst í innilauginni í Laugardal í dag. Hjörtur Már Ingvarsson komst í úrslit í 50m. skriðsundi í flokki S5 þegar hann synti á nýju Íslandsmeti 50;36 sek. Þar með...

Hjörtur bætti Íslandmetið enn á ný

Fyrsta keppnisdeginum á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi er nú lokið og bar það helst til tíðinda af íslensku keppendunum að Hjörtur Már Ingvarsson sundmaður hjá ÍFR tvíbætti sitt eigið Íslandsmet í dag.Hjörtur átti fyrir daginn í dag Íslandsmetið í 50m....

Undirbúningurinn á lokasprettinum fyrir EM

Fjölmenni hefur hreiðrað um sig í innilauginni í Laugardal en þar hefst Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi n.k. sunnudag. Undirbúningur mótsins er nú á lokasprettinum og spennan farin að gera vart um sig enda von á sterku móti þar sem bestu...

Opin Kerfi slást í hópinn fyrir EM

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi hefst fimmtudaginn 15. október og stendur yfir til 25. október en verkefnið er það stærsta í sögu mótahalds Íþróttasambands fatlaðra. Við undirbúning í viðlíka verkefni er mikilvægt að eiga góða að en Pétur Bauer og liðsmenn...

Síminn sér til þess að allir verði vel tengdir á EM

Íþróttasamband fatlaðra og Síminn hafa gert með sér samstarfssamning fyrir Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi sem hefst fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Síminn mun sjá innilauginni í Laugardal fyrir nettengingum á meðan móti stendur ásamt því ganga úr skugga um að forsvarsmenn...

Í mörg horn að líta við undirbúning EM

Fimmtudaginn 15. október næstkomandi hefst Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi en mótið stendur til sunnudagsins 25. október. Keppnin sjálf fer fram dagana 18.-24. október en í mörg horn er að líta og undirbúningur stendur nú sem hæst. Á meðfylgjandi mynd sést...

Vífilfell leggur EM lið

Vífilfell og Íþróttasamband fatlaðra hafa gert með sér samstarfssamning í tengslum við Evrópumeistaramót fatlaðra sem fram fer á Íslandi dagana 15.-25. október næstkomandi. Þeir Árni Stefánsson forstjóri Vífilfells og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Vífilfells fimmtudaginn...

Íslandsmót í boccia 2009 á Selfossi

200 keppendur frá 15 aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra tóku þátt í Íslandsmóti í boccia, einstaklingskeppni sem fram fór um helgina á Selfossi. Keppni var að ljúka en á sunnudagskvöld var haldið lokahóf á Hótel Selfossi. Íþróttafélagið Suðri á Selfossi sem er eitt...

Íslandsmótið í einstaklingskeppni í boccia

Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni, fer fram á Selfossi laugardaginn 3. ogsunnudaginn 4. október. Íþróttafélagið Suðri á Selfossi sem er eitt af aðildarfélögum ÍF sér um framkvæmdmótsins í samvinnu við boccianefnd ÍF. Mótið fer fram í íþróttahúsinu Iðu ogíþróttahúsinu Sólvöllum Hjálagt er...

Tvö Íslandsmet á Fjarðarmótinu í 25m. laug

Fjarðarmótið í sundi í 25m. laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðastliðna helgi og var þátttakan góð enda margir sundmenn í lokaundirbúningi fyrir Evrópumeistaramót fatlaðra sem fram fer í Laugardalslaug 15.-25. október næstkomandi. Tvö Íslandsmet féllu á mótinu...

Sterkasti fatlaði maður heims

Mótið Sterkasti fatlaði maður heims 2008 verður sýnt í sjónvarpinu (RUV) sunnudaginn 20. september n.k. Kl. 10.55. Undirbúningur að mótinu 2009 er hafinn og verður mótið haldið 2. og 3. október. Föstudaginn 2. október fer mótið fram í Fjölskyldu- og...