Fréttir

Skíðanámskeið fyrir fatlaðra í febrúar og mars 2014

Boðið verður uppá skíðanámskeið fyrir fatlaða í samstarfi við ÍF og VMÍ í Hlíðarfjalli helgina 14.- 16, febrúar 2014.  Helgina 28.febrúar - 2. mars 2014 verður námskeið í Bláfjöllum. Skráning og allar nánari upplýsingar gefur Elsa Björk Skúladóttir, elsa@saltvik.is

Helgi Íþróttamaður Ármanns 2013

Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson sópar til sín verðlaununum þessi dægrin en um helgina var hann útnefndur Íþróttamaður Ármanns 2013. Helgi var einnig á dögunum útnefndur Íþróttakarl ársins úr röðum fatlaðra. Á heimasíðu Ármenninga segir:Kempan er Reykvíkingur, fæddur 1979. Helgi fékk krabbamein...

Grámulla til styrktar íþróttastarfi fatlaðra barna

Skartgripir Leonard sem tengdir eru Flóru Íslands hafa verið seldir til stuðnings íþrótta- og tómstundastarfi barna síðustu ár og að þessu sinni verður Grámulla seld til styrktar íþróttastarfi barna hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Það var handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson sem afhenti þremur...

Tímabilið hafið í Bandaríkjunum hjá Ernu og Jóhanni

Erna Friðriksdóttir og Jóhann Hólmgrímsson sem æfa hjá NSCD í Winter Park fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sochi 2014 hófu keppnistímabilið í síðustu viku í Copper Mountain þar sem þau kepptu í stórsvigi.Tvær ferðir eru farnar hvorn keppnisdag og fyrri keppnisdag...

Íslandsmót ÍF 2014 í umsjón Akurs á Akureyri

Í tilefni 40 ára afmælis íþróttafélagsins Akurs á Akureyri á næsta ári  mun Íslandsmót ÍF 2014  í boccia sveitakeppni, borðtennis og lyftingum verða í umsjón íþróttafélagsins Akurs og fara fram á Akureyri.Mótið hefst á föstudagsmorgni 11. apríl og lýkur með...

Helgi og Jón Margeir tilnefndir sem íþróttakarlar Reykjavíkur

Helgi Sveinsson Íþróttamaður ársins 2013 úr röðum fatlaðra og heimsmeistari í spjótkasti í flokki F42 hefur verið tilnefndur sem íþróttakarl ársins í Reykjavík. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hefur einnig verið tilnefndur. Tilkynnt verður hver hlýtur sæmdartitlana, Íþróttakarl og Íþróttakona ársins,...

Fjögur ný Íslandsmet um helgina

Fjögur ný Íslandsmet féllu um helgina þegar fatlað íþróttafólk lét að sér kveða í bæði frjálsum og sundi. Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi um helgina í flokki þroskahamlaðra. Hulda sem tók þátt í aðventumóti Ármanns varpaði kúlunni...

Anna Karólína tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

Í gærkvöldi voru hin árlegu Hvatningarverðlaun ÖBÍ afhent og átti Íþróttasamband fatlaðra einn fulltrúa í hópnum en Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics hlaut tilnefningu í flokki einstaklinga fyrir að hvetja fatlað fólk til að stunda fjölbreyttar íþróttir.Tilnefnt var í...

Spennandi tilboð í Winter Park Colorado– frábært tækifæri

NSCD Winter Park Colorado er að bjóða íslenskri konu að koma til Winter Park og taka þátt í verkefni sem tengist skiðaþjálfun fatlaðra.Hún mun fá kennslu og leiðbeiningar og taka síðan þátt í þjálfun og kennslu með öðrum víða að...

Aníta bætti 19 ára gamal met Sigrúnar

Aníta Ósk Hrafnsdóttir sundkona bætti um helgina 19 ára gamalt met Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur í 200m bringusundi í 25m sundlaug. Aníta sem keppir í flokki S14, flokki þroskahamlaðra, bætti metið á bikarmóti SSÍ sem fram fór síðustu helgi.Fyrra met...

Helgi Sveinsson og Thelma Björg Björnsdóttir Íþróttafólk ársins 2013

Helgi Sveinsson er íþróttamaður ársins 2013 úr röðum fatlaðra og Thelma Björg Björnsdóttir er íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra. Helgi og Thelma eiga bæði glæsilegt ár að baki en Helgi varð heimsmeistari í spjótkasti á Heimsmeistaramótinu í Lyon í Frakklandi...

Erna og Jóhann komin til Winter Park

Skíðafólkið Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson eru komin til Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum en þar verða þau við æfingar næstu mánuði fram að Vetrarólympíumóti fatlaðra sem fram fer í mars á næsta ári í Sochi í Rússlandi....

Kolbrún Alda bætti 14 ára gamalt met Báru

Íslandsmót ÍF í 25m laug fór fram í Ásvallalaug um síðastliðna helgi. Fjöldi nýrra Íslandsmeta leit dagsins ljós og þá féll 14 ára gamalt met í flokki þroskahamlaðra kvenna þegar Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH, bætti met Báru Bergmann Erlingsdóttur frá...

Fimm Íslandsmet á fyrri hluta ÍM 25

Íslandsmót fatlaðra í 25m laug stendur nú yfir í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Í gær féllu fimm Íslandsmet og þrjú þeirra komu úr ranni sundmanna hjá ÍFR.Íslandsmet - laugardagur Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR - S850m baksund - 38,46 sek.Kolbrún Alda Stefánsdóttir,...

19 Íslandsmet í Ásvallalaug

Íslandsmóti ÍF í 25m sundlaug er lokið en mótið fór fram um helgina í Ásvallalaug. Alls voru 19 ný Íslandsmet sett á mótinu, nokkur þeirra komu á mótshlutum Sundsambands Íslands þar sem Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda náðu lágmörkum...

ÍM 25 í beinni á Sport TV

Íslandsmót SSÍ og ÍF í 25m laug fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um komandi helgi. Keppt verður föstudag, laugardag og sunnudag og mun Sport TV vera með beinar netútsendingar frá mótinu.Á laugardag og sunnudag munu fatlaðir sundmenn keppa á...

ÍF og Icelandair framlengja samstarf sitt

Nýlega endurnýjuðu Icelandair og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning um ferðir íþróttafólks sambandsins á flugleiðum Icelandair. Samningurinn, sem nær til ársins 2014, felur meðal annars í sér að allt íþróttafólk og aðrir sem ferðast á vegum sambandsins til og frá Íslandi fljúgi...

Svíar í pottinn fyrir Vetrarólympíumótið 2022

Svíar eru nú orðnir fjórða þjóðin sem lýst hefur áhuga á því að halda Vetrarólympíuleikana 2022 og þar af leiðandi Vetrarólympíumót fatlaðra sem færi fram tæpum tveimur vikum eftir Vetrarólympíuleikana. Þetta þýðir að alls fjórar þjóðir hafa nú áhuga...

Tímamótaviðburður hjá Special Olympics á Íslandi

Tvö ný verkefni voru innleidd í starf Special Olympics á Íslandi í gær, sunnudaginn 10. nóvember. Í fyrsta skipti var knattspyrnukeppnin alfarið byggð á reglum Special Olympics á Íslandi þar sem fatlaðir og ófatlaðra keppa saman í liðum. Í fyrsta...

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum

Reykjaneshöllinni, Reykjanesbæ sunnudaginn 10. nóvemberDagskrá Íslandsleika Special Olympics, sunnudaginn 10. nóvemberKveikt á kyndlinum við lögreglustöðina                   kl. 10:20.Eldur tendraður við Reykjaneshöllina                       kl 10:50.Mótssetning                                                               kl. 11:00.Upphitun                                                                   kl. 11:10Keppni                                                                       kl. 11:20Verðlaunaafhending                                                  kl. 13.20   Íslandsleikar eru árlegt...