Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug, Hafnarfirði dagana 18.-20. nóvember 2022. Mótið er haldið í samstarfi Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra. Sundfélag Hafnarfjarðar sér um framkvæmd mótsins.
Hér má nálgast lágmörk ÍF fyrir ÍF og SSÍ mót 2021-2024.
Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu SSÍ og vill ÍF vekja athygli á því að síðasti skiladagur skráninga er þriðjudaginn 2. nóvember 2022. Skráningum skal skila með rafrænum hætti á sundmot@iceswim.is
Upplýsingar um skráningar o.fl. fyrir ÍM25 2022 (boð, greinaröðun, starfsmannskjal o.fl.)