Nýársmóti fatlaðra barna og unglinga slegið á frest


Hinu árlega Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga hefur slegið á frest sökum núverandi stöðu á heimsfaraldri COVID-19.


Mótið átti að fara fram í Laugardalslaug þann 8. janúar næstkomandi en því hefur verið frestað.

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra mat það sem svo að heppilegast væri að fresta mótinu að svo búnu og freista þess að halda það í febrúar eða mars á nýja árinu.

Nánari upplýsingar um nýjan mótstíma verða sendar til aðildarfélaga ÍF eins fljótt og auðið er. Við munum varðveita þær skráningar sem þegar hafa borist en öllum er vitaskuld frjálst að bæta við í skráningar þegar ákveðið verður hvenær mótið geti farið fram.

Við vonum að iðkendur geti haldið áfram að sinna sínum æfingum eins og frekast er kostur og að öllum hlotnist sú gæfa að huga vel að sóttvörnum.

Stjórn og starfsfólk ÍF sendir ykkur öllum sínar bestu nýárskveðjur með von um farsæld á nýju ári.