Íslandsmót ÍF og SSÍ í 25m laug 12.-14. nóvember


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra og Sundsambands Íslands í 25m laug fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 12.-14. nóvember næstkomandi. Sundfélag Hafnarfjarðar sér um framkvæmd mótsins.


Skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 26. október en mótið verður keyrt á Splash mótaforritinu og ber félögum að skila skráningum á því formi.
Þeir sem ekki hafa yfir að ráða mótaforriti skulu skila skráningum á Swimrankings Online Manager sem er skráningagátt Swimrankings.

Skráningum skal skilað með rafrænum hætti á skraning@iceswim.is ásamt pdf skjali með skráningum til að auðvelda yfirferð.

Dómarar skrá sig með pósti á skraningssimot@gmail.com
Allir starfsmenn, þar á meðal dómarar geta skráð sig beint í starfsmannaskjalið hér.

Gert er ráð fyrir að keppni í morgunhlutum hefjist kl. 9:30 alla daga og í úrslitum kl. 16:30.

Nánari upplýsingar eru hér á síðu SSÍ

Greinaröð
Lágmörk