Snemmtæk íhlutun í hreyfifærni sem YAP verkefnið byggir á er heldur betur að skila árangri


 

Nú eru fimm ár síðan Special Olympics á Íslandi hóf innleiðingu YAP verkefnisins. YAP eða Young Athlete Project sem er alþjóðlegt verkefni sem hefur að markmiði að stuðla að aukinni hreyfiþjálfun ungra barna. Sérstakur markhópur er börn með sérþarfir en efnið hentar öllum börnum.  Kennsluefni er ókeypis og aðgengilegt og sett upp bæði sem tímaseðlar og myndræn kennsla. YAP verkefnið er árangursmiðað og markmið er að meta stöðu barna fyrir og eftir 8 vikna æfingatímabil en tímabil má aðlaga eins og hentar. Allt efni YAP var unnið af háskólanum í Boston m.a. sérstakt matspróf YAP. 

Sífellt fleiri leikskólar sýna áhuga á samstarfi og að nýta verkfærakistu YAP.  Efnið er aðlagað að því starfi sem fyrir er eða nýtt sem fyrsta skref að markivssri hreyfiþjálfun.  Heilsuleikskólinn Skógarás Ásbrú er leiðandi samstarfssleikskóli frá 2015 og þar er í dag unnið gífurlega merkilegt starf. Í haust tókst að ráða sviðsstjóra íþrótta og lýðheilsu í leikskólann Glaðheima Bolungarvík, sem hefur verið baráttumál lengi og verður kynnt nánar í Hvata og á hvatisport.is.  Urriðaholtsskóli í Garðabæ og leikskólinn Jötunheimar, Selfossi eru nýjustu samstarfsleikskólar YAP og þar er mikil fagmennska til staðar.

Kynntar verða á næstunni sögur úr starfi leikskóla sem innleitt hafa YAP aðferðafræðina en þar er margt jákvætt að gerast sem vert er að benda á.  

https://resources.specialolympics.org/sports-essentials/young-athletes?     Heimasíða YAP