Íslandsmót ÍF 2020 í borðtennis fellur niður


Borðtennisnefnd ÍF hefur staðfest að Íslandsmót ÍF sem vera átti þann 7. nóvember, fellur niður.  Þetta er endanlega ákvörðun, mótinu verður ekki frestað enn frekar en það átti upphaflega að vera i apríl 2020.

Borðtennisfólk er hvatt til að stunda heimaæfingar og þegar æfingar hefjast að á ný verður vonandi hægt að setja upp innanfélagsmót og halda í keppnisskapið. Fréttir hafa borist af því að fólk hafi jafnvel sett heilu stofurnar undir borðtennisæfingar og það verður spennandi að sjá árangurinn af því!

Myndin er frá verðlaunaafhendingu á Íslandsmóti í borðtennis 2019