Már með lag í jólalagakeppni Rásar 2


Sundmaðurinn Már Gunnarsson er einnig fyrirtaks tónlistarmaður en hann og Ísold Wilberg Antonsdóttir tefla fram laginu jólaósk þetta árið í jólalagakeppni Rásar 2. Hægt er að kjósa í keppninni hér sem og að hlusta á lagið.


Jólalagakeppni Rásar 2 er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi RÚV og er nú haldin í sautjánda sinn. Sérstök dómnefnd fer í gegnum öll innsend lög í keppninni ár og valdi átta lög til úrslita, lagið Jólaósk hjá Má og Ísold var eitt þessara átta laga.