Ólympíuleikvangurinn í Tokyo reiðubúinn í átökin


Framkvæmdum við Ólympíuleikvanginn í Tokyo er lokið og leikvangurinn því reiðubúinn í átökin fyrir Ólympíuleikana og Paralympics á næsta ári. Kostnaðurinn var 157 milljarðar jena eða 1,4 milljarðar dollara.


Leikvangurinn rúmar 60.000 manns í sæti en á báðum leikum munu þarna fara fram opnunar- og lokahátíðir, keppni í knattspyrnu og frjálsum. Þann 21. desember verður vígsluviðburður á vellinum sem heitir „Hello Our Stadium“ en það er viðuburður sem tengja mun saman íþróttir, tónlist og menningu eins og fram kemur í fréttatilkynningu á heimasíðu Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC).


Mynd/ Ólympíuleikvangurinn í Tokyo, Japan.