IPC í samstarf við Airbnb


Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) og Airbnb hafa náð samningum sem gerir Airbnb að samstarfsaðila IPC næstu fimm Paralympics-leika. Samningurinn mun vera einkar vel heppnaður fyrir t.d. áhorfendur og aðdáendur og íþróttafólk úr röðum fatlaðra.


Samningurinn sem gildir til 2028 mun mikið til felast í því að IPC og Airbnb kynni og bjóði upp á aðstæður og gistingu fyrir fatlað fólk sem henti þeirra þörfum. Mun þetta vera í anda þeirrar vinnu sem IPC hefur þegar hafið með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Airbnb kemur þar inn sem úrræði í „grænni ferðamennsku" ef svo má að orði komast. Eins og gefur að skilja eru verkefni IPC mjög krefjandi á borgir eins og Tokyo og fleiri þegar mót á borð við Ólympíuleika og Paralympics fara fram og oft eru hótelúrræði eða önnur úrræði umsetin og vonir standa því til að aðkoma Airbnb liðki enn frekar til í þessum málum á meðan stórmótum stendur.