Sonja og Thelma á leið til Póllands


Sundkonurnar Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík halda á morgun áleiðis til Póllands í áframhaldandi baráttu sinni fyrir þátttökuseðlinum fyrir Tokyo Paralympics 2020.


Mótið fer fram í Szczecin en keppnisdagar eru 22.-24. nóvember. Mótið er síðasta alþjóðlega mót ársins 2019 sem þær Thelma og Sonja taka þátt í en þær hafa verið önnum kafnar þetta árið m.a. með þátttöku sinni á HM í London.

Heimasíða keppninnar

Hér að neðan má sjá samantektarmyndband frá mótinu 2018
 

 Mynd/ Jón Björn - Sonja Sigurðardóttir á EM í Dublin 2018.