Myndband: Stór og vönduð kynning á íþróttum fatlaðra


Paralympic-dagurinn 2019 fór fram í októbermánuði en þetta var fimmta árið í röð sem Paralympic-dagurinn fer fram. Á deginum eru íþróttir fatlaðra á Íslandi kynntar gestum og gangandi en öll fimm árin hefur kynningin farið fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.


Hér að neðan má sjá skemmtilegt samantektarmyndband frá deginum:
 


Íþróttasamband fatlaðra vill enn og aftur þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera Paralympic-daginn 2019 að stórri og vandaðri kynningu á íþróttum fatlaðra en á deginum kenndi ýmissa grasa. Á meðal nýrra kynninga í ár var Skotdeild Keflavíkur með flotta kynningu en skotdeildin í Keflavík hefur á að skipa hundruðum meðlima, aðstöðu í Vatnaveröld sem er föluðum vel aðgengileg og útisvæði við Hafnir á Reykjanesi.

Mynd/ Jón Björn - Hákon Atli borðtennismaður kynnti sína íþrótt á Paralympic-daginn 2019.