Danssamband Íslands stígur skref til framtíðar með ,,Stjörnuflokki" á mótum DSÍ


Á stjórnarfundi DSÍ 23. október 2019 var  samþykkt að setja á fót sérstakan keppnis/sýningar flokk fundir heitinu ,,,Stjörnuflokkur "á mótum DSÍ. Þessi flokkur er fyrir fólk sem t.d. vegna fötlunar  hefur ekki átt sömu tækifæri í hefðbundinni danskeppni skv reglum DSÍ. Keppendur í Stjörnuflokki sem vilja keppa í öðrum flokkum geta eins og aðrir keppt þar líka. Til þess að skrá sig á dansmót á  vegum Dansíþróttasambands Íslands þurfa iðkendur að vera skráðir hjá  dansíþróttafélögum. DSÍ hvetur  áhugasama  að skrá sig í dans og keppa í stjörnuflokki á komandi ári 2020, Allir velkomnir

Nánari upplýsingar veitir  BergrúnuStefánsdóttir, formaður og frkvstj DSÍ