Viðtöl: Stóri dagurinn í Dubai runninn upp


Allar þrjár íslensku frjálsíþróttakonurnar verða í eldlínunni í dag á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Dubai. Ifsport.is ræddi við Stefaníu Daney og Huldu en þær hefja loks leik núna á næstsíðasta keppnisdegi HM.


Stefanía hefur leik í langstökki kvenna T20 kl. 09.36 að staðartíma en Dubai er 4 klukkustundum á undan Íslandi svo morgunhanarnir geta fylgst með á Paralympic TV laust eftir klukkan fimm í nótt.


Skömmu síðar eða kl. 10.26 mætir Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir í undanrásir í 200m hlaupi T37 og Stefanía verður svo aftur á ferðinni kl. 18.24 í undanrásum í 400m hlaupi T20. Það verður svo Hulda Sigurjónsdóttir sem lokar keppnisdeginum í kúluvarpi F20.


Hér að neðan má nálgast viðtölin við Huldu og Stefaníu