Stefanía rétt við sinn besta tíma í 400m hlaupinu


Stefanía Daney Guðmundsdóttir hefur lokið keppni á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Dubai. Stefanía var rétt í þessu að ljúka við hlaup í undanrásum í 400m hlaupi T20 kvenna.


Stefanía hafnaði í 15. sæti af 19 keppendum og missir því af úrslitunum sem eru á morgun en hún hljóp á tímanum 1:06,06 mín sem er rétt við hennar besta tíma.


Síðasti tíminn inn í úrslit á morgun var 1:01,14 mín. en heimsmetið í greininni á Breanna Clark frá Bandaríkjunum sem er 55.99 sek.

Úrslit hlaupsins

Mynd/ Jón Björn - Stefanía í undanrásum 400m hlaupsins áðan