Ísland á HM í frjálsum: Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir


Íslenski hópurinn heldur á morgun til Dubai þar sem heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram dagana 7.-15. nóvember. Nú er röðin komin að þriðja keppanda Íslands en það er Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR sem keppir í 100 og 200m hlaupi sem og langstökki í flokki T og F 37.


Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir HM gengið?
Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Ég er búin að æfa vel og er 100% tilbúin andlega og líkamlega.


Með þátttökunni í Dubai, hvað ert þú þá búin að taka þátt í mörgum alþjóðlegum stórmótum?
Þetta er fjórða stórmótið mitt, ég hef farið tvisvar sinnum á HM ungmenna og einu sinni EM.


Þú keppir í langstökki, 100 og 200m hlaupi í Dubai, hvernig líst þér á keppnina, Íslandsmet í uppsiglingu?
Mér líst mjög vel á keppnina, og er mjög spennt að sýna hvað í mér býr. Það getur allt gerst.


Hvernig líst þér á samkeppnina í þínum greinum? Hverjar eru fremstu frjálsíþróttakonurnar í þínum flokki?
Mér líst vel á samkeppnina, sú besta í langstökki er Xiaoyan Wen frá Kína hún er búin að stökkva 5.18m. Hún er einnig búin að hlaupa hraðast í 200m eða á 27.65 sek. Í 100m er það franska stelpan Mandy Francois-Ellie sem er búin að hlaupa á 13.10 sek.


Hvernig líst þér á möguleika hinna keppendanna, Huldu og Stefaníu?
Ég er mjög spennt að sjá hvað Hulda og Stefanía gera, þær eiga eftir að ná góðum árangri.
 

Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á Paralympic TV
Hér má nálgast heimasíðu HM í Dubai

Tengt efni:
Þrjár frjálsíþróttakonur á leið á HM í Dubai
Ísland á HM í frjálsum: Hulda Sigurjónsdóttir
Ísland á HM í frjálsum: Stefanía Daney Guðmundsdóttir