Íslandsmót ÍF og SSÍ í Ásvallalaug 8.-10. nóvember


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra og Sundsambands Íslands í 25m laug í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 8.-10. nóvember næstkomandi.


Skráningargögn vegna mótsins hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF. Þá sem vantar enn gögnin geta haft samband við if@ifsport.is - eins er skráningarsíða mótsins hér og lágmörk fyrir sundhluta fatlaðra má finna hér.


Skil skráninga eru föstudaginn 1. nóvember næstkomandi og skal skila skráningum á skraning@iceswim.is