Skíðagöngusleði Kristins Vagnssonar vakti athygli á Paralympics daginn


Skíðagöngusleði Kristins Vagnssonar vakti mikla athygli á Paralympic daginn en Kristinn stefnir á keppni erlendis og það verður spennandi að fylgjast með honum. Þessi sleði getur nýst bæði sem tæki á hjólum og skíðum. Kristinn fór til Denver og hitti þar Paul Speight hjá Spokes n Motion s en Paul Speight hefur verið sérstakur ráðgjafi ÍF gegnum árin vegna tækjakaupa. Paul  sagði að þessi sleði sem hannaður var sérstaklega fyrir Kristinn  væri að ýmslu leyti mjög sérstakur og  var glaður að sjá að sleðinn hafi verið kynntur og vakið athygli á Íslandi. Hann vonar að skíðaganga verði jafn vinsæl meðal fatlaðra, sem ófatlaðra á Íslandi og býðst til að aðstoða þá sem hafa áhuga á að kaupa búnað. Margir skiðagöngumenn og konur úr röðum fatlaðra æfa einnig og keppa í handahjólreiðum eða hjólastólaakstri og nokkrir hafa náð verðlaunum bæði á sumar og vetrarleikum Paralympics

http://www.spokesnmotion.com/  Heimasíða Spokes n Motion

Her er mynd frá Paralympic deginum og einnig myndir sem Paul Speight sendi frá Denver