Þórður endurkjörinn formaður: Eva og Geir ný í stjórn ÍF


Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra var að ljúka á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. Við þingið var Þórður Árni Hjaltested endurkjörinn formaður ÍF. Tveir nýjir stjórnarmeðlimir voru kosnir til stjórnar í dag en það voru þau Eva Hrund Gunnarsdóttir og Geir Sverrisson. Íþróttasamband fatlaðra býður þau Geir og Evu hjartanlega velkomin til starfa.


Stjórnarkjör ÍF 2019 fyrir kjörtímabilið 2019-2021 fór svo:


Formaður: Þórður Árni Hjaltested
Varaformaður: Jóhann Arnarson


Meðstjórnendur:
Halldór Sævar Guðbergsson
Matthildur Kristjánsdóttir
Linda Kristinsdóttir


Varastjórn:
Þór Jónsson
Eva Hrund Gunnarsdóttir
Geir Sverrisson


Úr stjórn gengu þau Margrét Geirrún Kristjánsdóttir og Jón Heiðar Jónsson. Vill Íþróttasamband fatlaðra þakka þeim innilega fyrir þeirra óeigingjörnu störf í þágu íþrótta fatlaðra á Íslandi.


Mynd/ Jón Björn: Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF ásamt Geir Sverrissyni og Evu Hrund Gunnarsdóttur nýjum meðlimum stjórnar ÍF.