Islandsmót IF 2019 Úrslit í boccia, borðtennis og lyftingum


Íslandsmóti ÍF í boccia var að ljúka og þá er lokið Íslandsmóti ÍF í 4 greinum, boccia, borðtennis, lyftingum auk sundmóts sem fór fram samhliða MÍ50. Einnig fóru fram Íslandsleikar í frjálsum íþróttum.  Góður árangur náðist í öllum greinum en sérstaklega má nefna Róbert Ísak sundmanninn snjalla en árangur hans um helgina á MÍ50 staðfestir að hann er kominn til að vera, í hópi fremstu sundmanna landsins. Til hamingju Róbert Ísak

Allir þeir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem komu að mótunum fá kærar þakkir fyrir alla aðstoð við undirbúning, skipulag og framkvæmd mótanna. Borðtennis, boccia , frjálsíþrótta og sundnefnd fá sérstakar þakkir fyrir sitt framlag. Sérstakar þakkir fá Lionsmenn í Hafnarfirði, nemendur HR sem aðstoðuðu við bocciadómgæslu, dómarar og starfsfólk á sundmótinu og fulltrúar frá Kraftlyftingadeildum innan KRAFT, Akranesi og Reykjavík sem sáu alfarið um framkvæmd lyftingamótsins. Allir aðrir sem á einhvern hátt komu að mótunum, kærar þakkir:)

 

 Hér eru helstu úrslit  í boccia, borðtennis og lyftingum. sjá nánar myndir yfir heildarúrslit 

Boccia

Í 1. deild sigraði lið ÍFR, i 2. deild lið ÍFR og 3. deild lið Aspar. Í rennuflokki var í 1. sæti lið Aspar og i flokki BC1 -4 lið ÍFR. 
 
Borðtennis
I tvíliðaleik sigruðu Hàkon Atli Bjarkason og Hilmar Björnsson, ÍFR. Hàkon Atli sigraði einnig i opnum flokki og einliðaleik i flokki hreyfihamlaðra karla. Þar áttust við kapparnir Hakon Atli og Hilmar Bjōrns. I flokki þroskahamlaðra karla sigraði Stefán Thoraresen. Það var Inga Hanna sem sigraði í kvennaflokki.
 
Lyftingar

Stigahæst samanlagt i flokki þroskahamlaðra kvenna var Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra með 303 stig og karlaflokki, Daníel Unnar, IFR með 535 stig. Í flokki hreyfihamlaðra karla var einn keppandi, Arnar Vilhjalmsson, Nes sem keppti í bekkpressu, lyfti 95 kg. Það var einnig keppt í flokki blindra en það var Eyþór sjálfur sem mætti þar og náði i 22 stig en hann keppti í bekkpressu og réttstöðulyftu og allt er skráð sem Íslandsmet þar, brautryðjandi fyrir blinda og sjónskerta sem vilja mæti til leiks í lyftingakeppnina.
Íslandsmet einnig hjá Sveinbjörgu Nes i réttstöðulyftu 132.5 og Huldu Suðra i bekkpressu 68,5 kg