Japanir kynna Paralympic-kyndilinn fyrir Paralympics 2020


Mótshaldarar Paralympics 2020 í Tokyo hafa nú kynnt Paralympic-kyndilinn fyrir leikana en hann mun bera Paralympi-logann víða um lönd áður en setningarathöfnin sjálf fer fram. Paralympics 2020 fara fram í Tokyo í Japan og standa leikarnir yfir dagana 25. ágúst til 6. september á næsta ári.


Kyndillinn er hörkusmíð en framleiðandinn vildi að kyndillinn yrði tákn endurbóta þar sem álið í kyndlunum er m.a. nýtt úr skammtímahúsnæði sem Japanir byggðu í kjölfar náttúruhamaranna. Með nýtingu álsins sé verið að nota efni sem þjónaði þeim tilgangi að endurbyggja líf fólks sem varð illa úti í hamförunum og kyndillinn sé um leið tákn friðar.


Íslenskt íþróttafólk úr röðum fatlaðra hefur þegar sett markmið sín á þátttöku í Tokyo 2020 og sumarið í sumar mun m.a. gefa færi á því að vinna sér inn þátttökurétt en fróðlegt verður að sjá hve mörgum íþróttamönnum Ísland tekst að koma til Japan á Parlaympics á næsta ári. Alls voru fimm keppendur frá Íslandi í Ríó de Janeiro og markmiðið fyrir næsta ár er að fara með sex eða fleiri en til þess að svo verði mega afreksmennirnir okkar hafa sig alla við.


Hér að neðan má skoða kyndilinn fyrir Paralympics 2020 nánar:

 Heimasíða Paralympics 2020 (IPC)