Hilmar á leið til Frakklands: Enginn farið ofar á heimslista!


Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er á leið til Frakklands þar sem hann mun keppa í lokamóti heimsbikarmótaraðar IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra). Keppt verður á Morzine’s Le Stade course þar sem Hilmar er skráður til leiks í svigi.


Þess má geta að enginn Íslendingur hefur áður náð upp í 10. sæti heimslista eins og Hilmar í alpagreinum en hann situr í 10. sæti listans í svigkeppni með 28.88 WPAS stig. Glæsilegur árangur en staða Hilmars á heimslista má fyrst og fremst rekja til frammistöðu hans á heimsbikarmótaröðinni og svo heimsmeistaramótinu sem fram fóru fyrr á þessu ári.


Keppni hjá Hilmari hefst á morgun og verður hægt að fylgjast með í beinni á netinu hér.