Skráning hafin í Sumarbúðir ÍF 2019


Skráning er hafin í Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra fyrir sumarið 2019. Íþróttasamband fatlaðra og UMFÍ hafa gert með sér samkomulag um leigu sambandsins á mannvirkjum á Laugarvatni fyrir sumarbúðirnar sem fara fram 14.-21. júní og 21.-28. júní næstkomandi.


Fyrirhugað er að gera langtímasamning um starfsemi Sumarbúðanna sem þá verður kynntur síðar en Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra hafa notið mikilla vinsælda og hafa starfað núna samfleytt í rúma þrjá áratugi!


Umsóknarfrestur er til 25. apríl næstkomandi en nálgast má umsóknareyðublað hér. Sumarbúðir ÍF eru einnig á Facebook og má nálgast síðuna hér.


Allar nánari upplýsingar um Sumarbúðir ÍF veita Jóhann Arnarson (8484104) og Baldur Þorsteinsson (8979393).

Bæklingur: Sumarbúðir ÍF 2019