Opinn hádegisfundur um svefn og íþróttir


Opinn hádegisfundur um svefn og íþróttir í samstarfi við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan Menntavísindasvið Háskóla Íslands verður haldinn miðvikduaginn 20. mars næstkomandi.


Dr. Erlingur Jóhannesson fjallar um mikilvægi svefns og hvað á sér stað í líkamanum meðan við sofum.


Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir kynnir niðurstöður rannsókna á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna.
Hrafnhildur Lúthersdóttir mun svo veita innsýn og reynslu afrekssundkonu á málefnið.


Opið verður fyrir umræður í lokin. Hér má nálgast viðburðinn á Facebook.


Hádegisfundurinn fer fram í fundarsölum ÍSÍ við Engjaveg.