Heimsleikar Special Olympics settir í dag


Setningarathöfn heimsleika Special Olympics í Abu Dahbi fer fram í dag. Setningin hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni hér í beinni á Youtube.


Venju samkvæmt verður mikið um dýrðir, innmarsering íþróttafólks og heimsþekktir skemmtikraftar munu troða upp og leikarnir svo að sjálfsögðu settir með tendrun á Special Olympics eldinum sem nú hefur ferðast um langa leið og er kominn til Abu Dahbi.


Íslenski hópurinn hefur nú dvalið ytra í slétta viku við undirbúning og heimsóknir og strax á morgun hefst yfirgripsmikil keppnisdagskrá. Við minnum áhugasama á að fararstjórar og fleiri eru duglegir að færa tíðindi af hópnum á Snapchat (ifsport) og Instagram (npciceland) sem og á Facebook-síðu sambandsins.


#ÁframÍsland


Mynd/ Knattspyrnuþjálfararnir Dagur Sveinn, Darri og Hilmar Þór stýra íslenska liðinu en sjá má kynningu á því hér að neðan.