Ráðherra heiðursgestur á Special Olympics


Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra er kominn út til Abu Dahbi þar sem hann verður heiðursgestur íslenska hópsins á meðan heimsleikar Special Olympics fara fram þar í landi. Fulltrúahópur Íslands við leikana er orðinn ansi myndarlegur en tæplega 100 manns eru nú úti til þess annað hvort að keppa í leikunum eða fylgjast með hópnum við keppni.


Ráðherra verður viðstaddur opnunarhátíð leikanna sem fer fram fimmtudaginn 14. mars á Zayed Sports City Stadium en búast má við mikilli viðhöfn í Abu Dahbi enda mikil sýning á ferðinni þar sem heimsþekktir listamenn munu koma fram.


Á meðfylgjandi mynd eru ráðherra og Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra að skoða aðstöðuna ytra en hún þykir hin myndarlegasta. Í för með Ásmundi er dóttir hans Aðalheiður Ella en myndin er tekin í keppnishöllinni þar sem fimleikar munu fara fram.


Fyrir þá sem vilja fylgjast nánar með íslenska hópnum úti bendum við á Snapchat: ifsport sem og Facebook-síðu sambandsins. Þá er hér að finna heimasíðu leikanna.