Már og Róbert í hörku formi


Hraðmót Fjölnis fór fram í Laugardalslaug um síðustu helgi þar sem kapparnir Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson drógu að landi þrjú ný Íslandsmet.


Róbert Ísak setti tvö ný Íslandsmet, annað í 400m fjórsundi og hitt í 50m flugsundi en Róbert vann til þrennra gullverðlauna á mótinu. Þá setti Már nýtt Íslandsmet í 400m fjórsundi en báðir eru nú í miðjum undirbúningi fyrir þáttöku sína á opna breska meistaramótinu sem fram fer í Glasgow í aprílmánuði.


Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH (flokkur S14)
400m fjórsund: 4:59.44 mín. Gull og nýtt Íslandsmet.
50m flugsund: 26.86 sek. Gull og nýtt Íslandsmet.


Már Gunnarsson, ÍRB (flokkur S12)
400m fjórsund: 5:37.83 mín. Silfur og nýtt Íslandsmet.

Myndir/ Á efri myndinni eru Már Gunnarsson og Steindór Gunnarsson þjálfari Más en á þeirri neðri er Róbert Ísak Jónsson.