Þjálfaranámskeið í boccia: Dagskrá


ÍF ásamt Boccianefnd sambandsins stendur fyrir þjálfaranámskeiði fyrir bocciaþjálfara sem verður haldið í Laugardalshöllinni helgina 16. og 17. febrúar. ÍF og Boccianefndin hafa fengið Egil Lundin, landsliðsþjálfara Noregs til að standa fyrir námskeiðinu, en hann er með margra ára reynslu í þjálfun fatlaðra leikmanna og hefur haldið fjöldamörg þjálfaranámskeið í Noregi. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið á if@ifsport.is


Dagskrá helgarinnar: (gengið er inn að framanverðu - við aðalinnganginn hjá frjálsíþróttahöll)
 

Laugardagur 16. febrúar

09:00-09:30: Opnun námskeiðs og kynning þátttakenda.

09:30-10:30: Fyrirlestur

10:45-11:00: Hlé

11:00-11:45: Flokkun í boccia/ reglur

12:00-13:00: Hádegishlé

13:00-14:30: Kasttækni og skipulag

14:30-14:45: Hlé

14:45-16:45: Ýmis hagnýt atriði


Sunnudagur 17. febrúar

10:00-11:00: Búnaður í boccia

11:00-11:45: Ýmis hagnýt atriði

12:00-13:00: Hádegishlé

13:00-13:45: Ýmis hagnýt atriði

13:45-14:00: Hlé

14:00-14:20: Endurgjöf

14:20-15:00: Eftirfylgni og mat.