Ísland sendir sex keppendur á NM í sundi


Norðurlandamótið í sundi fer fram í Oulu í Finnlandi í desembermánuði. Ísland sendir sex sundmenn til keppni í röðum fatlaðra, þrír frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og þrír frá Íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði.


Fulltrúar Íslands á NM 2018 í 25m laug:


Thelma Björg Björnsdóttir, S6 – ÍFR
Heiður Egilsdóttir, S8 – ÍFR
Þórey Ísafold Proppé, S14 – ÍFR
Tanya Jóhannsdóttir, S7 – Fjörður
Róbert Ísak Jónsson, S14 – Fjörður
Guðfinnur Karlsson, S11 – Fjörður


Norðurlandamótið verður síðasta alþjóðlega mótið hjá íslenskum sundmönnum á árinu 2018 en viðburðaríkt ár er að baki og nóg verður við að vera á árinu 2019 og má þegar skoða verkefnalista næsta árs hér.
 

Heimasíða mótsins

Mynd/ Frá Oulu í Finnlandi