Siggy´s story Erindi flutt á alþjóðlegri ráðstefnu ISBA


Á alþjóðlegri ráðstefnu ISBA í Reykjavík í dag voru Sigurður Guðmundsson, Karen Ásta móðir hans og Guðmundur faðir hans, með innlegg þar sem þau sögðu sögu Sigga. Þar var farið yfir sögu hans frá því hann var lítill strákur og þann tíma sem tók við eftir að hann lenti í alvarlegu slysi. Hann hafði verið virkur í íþróttum en lokað sig af eftir slysið, náði ekki að aðlagast aftur með sínum jafnöldrum í fótboltanum og einangraðist algjörlega

Það sem breytti lífi hans var að hefja æfingar hjá íþróttafélaginu Nes og fá tækifæri gegnum Special Olympics þar sem hann m.a. fékk tækifæri til að fara á heimsleika SOI. Aðalatriðið var að verða hluti af hópi, taka virkan þátt, vera metinn af verðleikum og eignast vini og það er eimmitt það sem skiptir okkur öll svo miklu máli, hvar sem við erum og hvað sem við erum að fást við. Það var lærdómsríkt að hlusta á þetta erindi og ómetanlegt að fá þessa liðsmenn í starfið en Guðmundur hefur stýrt LETR á Íslandi og Karen Ásta er komin í stjórn Special Olympics og er "family coordinator" fyrir leikana 2019 í Abu Dhabi og Dubai. Siggy´s story er merkileg saga um glæsilegan ungan mann sem byggði upp líf sitt með hjálp íþróttanna.