Undirskrift áframhaldandi samstarfssamnings ÍF og afreksjóðs ÍSÍ


Með tilkomu hærri styrks frá afreksjóði IF hefur starfið náð að eflast og tveir yfirmenn landsliðsmála, hafa nú yfirumsjón með uppbyggingu á afreksstarfi ÍF og fylgja eftir afreksstefnu sambandsins. Á Paralympics daginn var staðfestur áframhaldandi samstarfssamningur IF og afrekssjóðs ISI en það voru þau Andri Stefánsson, sviðsstjóri afrekssviðs ISI, Ása Ólafsdóttir varaformaður afreksjóðs ÍSÍ, Þórður Árni Hjaltested formaður IF og Ólafur Magnússon frkvst. fjármála og afrekssvið sem staðfestu samninginn.