Forseti ungverska sambandsins heimsótti Ísland á dögunum


Í stuttri heimsókn sinni hingað til lands í ágústmánuði sl. óskaði László Szabó, formaður ungverska sambandsins, eftir fundi með forráðamönnum ÍF varðandi uppbyggingu og starf sambandsins.


Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF og Ólaf Magnússon,framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs kynntu honum starfsemina og auk þess að skiptast á upplýsingum um hina ýmsu þætti sem Ísland og Ungverjaland eiga sameiginleg og geta lært hvert af öðru.


Heimsóknin var einkar áhugaverð og uppbyggjandi og er László þökkuð heimsóknin og auðsýndan áhuga á störfum og uppbyggingu ÍF.

Mynd/ Þórður Árni formaður ÍF og László Szabó formaður Íþróttasambands fatlaðra í Ungverjalandi í heimsókn þess síðarnefnda á dögunum.