Nútímafimleikar á Paralympic-daginn


Nútímafimleikar eru skemmtileg íþrótt sem er samblanda af dansi, fimleikum og ballett. Dansað er með bolta, gjörð, sippuband, keilur og borða. Gestir á Paralympic-daginn 2018 geta kynnt sér nútímafimleika sem einn af íþróttakostum fatlaðra. Paralympic-dagurinn fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 29. september frá kl. 13-16.


Luiza Kierzk  kynntist nútímafimleikum á Paralympic deginum fyrir tveimur árum. Luiza er búin að ná miklum framförum síðan hún byrjaði að æfa. Hún var Íslandsmeistari í level C 2017 og Íslandsmeistari í level 1 2018.  Næst ætlar Luiza að keppa í Level 2.

*Nútímafimleikar er aðeins ein af fjölmörgum greinum sem verður til kynningar á Paralympic-daginn 2018. Taktu daginn frá, stærsti sigurinn er að vera með!