Róbert annar í undanrásum! Már kveður Dublin með 6 Íslandsmet


Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson tóku þátt í undanrásum á EM fatlaðra í sundi í morgun. Þetta er sjötti og næstsíðasti keppnisdagur mótsins en þar varð Róbert annar í undanrásum í 100m flugsundi S14 en Már níundi og verður varamaður í úrslitum kvöldsins.


Már Gunnarsson varð í níunda sæti í undanrásum í 100m skriðsundi á tímanum 1:04.41 mín. sem er nýtt Íslandsmet en fyrra met Más í greininni var 1:04.71 mín. sem hann setti í maímánuði þessa árs í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Már hefur fundið sig vel síðustu daga í Dublin og hefur sett alls sex ný Íslandsmet á mótinu!


Róbert Ísak Jónsson frá Firði í Hafnarfirði varð annar í 100m flugsundi í undanrásum S14 (þroskahamlaðir) er hann kom í bakkann á 1:00.36 mín. og hjó þar ansi nærri Íslandsmeti Jóns Margeirs Sverrissonar í greininni sem er 1:00.17 mín. og hefur staðið síðan sumarið 2016 frá opna þýska meistaramótinu í Berlín. Róbert verður því í úrslitum í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort honum takist ætlunarverk sitt að komast á verðlaunapall!


Við ræddum við Má að lokinni keppni í dag