Róbert Ísak með fimm ný Íslandsmet á AMÍ


Aldursflokkameistaramót Íslands fór fram á Akureyri um síðustu helgi í 25m laug. Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson var þar í feiknaformi og setti fimm ný Íslandsmet á mótinu í flokki S14 (þroskahamlaðir).


Íslandsmet Róberts á AMÍ 2018 í 25m laug:


100m bringusund - 1:08,83 mín.
200m flugsund - 2:16,95 mín.
200m fjórsund - 2:13,41 mín.
200m bringusund - 2:30,45 mín.
400m fjórsund - 4:46,38 mín.