Nes hreinsaði upp verðlaunin í 1. deild


Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia fór fram í Laugardalshöll um helgina þar sem Nes frá Reykjanesbæ kom sá og sigraði í 1. deild þar sem félagið sópaði að sér gull, silfur- og bronsverðlaunum í keppninni. Sigursveitina skipuðu þeir Konráð Ragnarsson, Einar Þór Björgvinsson og Ragnar Lárus Ólafsson í liði Nes 1. Nes 2 landaði silfri og lið Nes 4 vann til bronsverðlauna. Glæsilegur árangur hjá Nes þetta árið.


Fjölmargir lögðu lið við að tryggja að mótið færi vel fram og sérstakar þakkir fær boccianefnd ÍF fyrir framkvæmdina, Lionsklúbbur Hafnarfjarðar og fjölmargir sjálfboðaliðar sem stóðu fyrir góðu mótahaldi. Kærar þakkir!


Heildarúrslit keppninnar má nálgast hér


Mynd/ Jóhann Arnarson varaformaður ÍF ásamt liðum Nes í 1. deild sem sópuðu til sín öllum verðlaunum í deildinni.